Sextíu ára afmæli Skálholtsdómkirkju

19. júlí 2023

Sextíu ára afmæli Skálholtsdómkirkju

Skálholtsdómkirkja

Grasið visnar sagan vex er yfirskrift Skálholtshátíðar í ár á 60 ára afmæli dómkirkjunnar.

Margt fróðlegt og fjölbreytt verður í boði frá fimmtudegi til sunnudags.


Fimmtudaginn 20. júlí er Þorláksmessa á sumar og hefst dagskráin þá með tíðagjörð í kirkjunni kl. 9:00.

Kl. 10:00 verður útimessa við Þorlákssæti.

Safnast verður saman á kirkjutröppunum og gengið þaðan að Þorlákssæti.

Eftir messuna verður sögurölt um heimatorfuna.

Kl. 12:00 verður borðuð skata á veitingatstaðnum Hvönn í Skálholti.

Kl. 13:30 er pílagrímaganga á Þorláksleið.

Gengið verður frá veitingastaðnum Hvönn og af hlaðinu suður um Skálholtsbúðir að Stekkatúni við Hvítá og yfir að Þorlákshver við Brúará.

Kaffi og kleinur verða í boði í áningu.

Er gangan tæplega sjö kílómetra löng.

Í anda pílagrímahefðar eru hlutar leiðarinnar gengnir í þögn og íhugun.

Kl. 18:00 er síðan tíðargjörð í Þorláksbúð.

Dagskrá föstudagsins 21. júlí sem er vígsludagur Skálholtsdómkirkju árið 1963 hefst með tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju kl. 9:00.

Klukkan 13:00 er hádegisverður á veitingastaðnum Hvönn.

Klukkan 14:00 hefst málþing um 12. aldar siðbótina, kirkjuvaldsstefnuna og Þorlák helga Þórhallsson.

Fyrirlesarar eru dr. Heidi Anett Øvergård Beistad frá Stiklastöðum í Noregi, dr. Elizabeth Marie Walgenbach frá Árnastofnun og dr. Helgi Þorláksson fyrrum prófessor við Háskóla Íslands.

Málþingið er að hluta til á ensku og er haldið í sal Skálholtsskóla í samvinnu við Skálholtsfélag hið nýja.

Kl. 18:00 er tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju.


Dagskrá laugardagsins 22. júlí hefst með tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju kl. 9:00.

Kl. 10:00 – 12:00 verður málþing um gervigreind og trú sem fram fer á ensku.

Fyrirlesari er dr. Antje Jakelén fyrrum erkibiskup Svíþjóðar.

Málstofustjóri er Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun HÍ.

Kl. 12:00 er hádegisverður á Hvönn.

Kl. 13:30 – 14:30 verður útgáfumálþing í Skálholtsskóla.

Ný bók um Skálholt og tyrkjaránið, Turbulent times, eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson, með formála eftir sr. Kristján Björnsson.

Frummælandi er Adam Nichols og heldur hann erindi um tilurð verksins og mikilvægi Skálholts á þessum kafla mannrána í sögu Evrópu.

Fyrirlesari er Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur.

Málstofustjóri er sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Kl. 16:00 verða hátíðartónleikar Skálholtshátíðar 2023 á 60 ára vígsluafmæli Skálholtsdómkirkju.

Ávarp ráðherra.

Flutt verður fjölbreytt og hátíðleg tónlist.

Má þar nefna konsert fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi, verk eftir Händel, Bruckner, Þorkel Sigurbjörnsson, César Franck og fleiri.

Flytjendur eru Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls, Kirkjukórar Odda og Þykkvabæjarkirkju, Kirkjukór Landeyja og Skálholtskórinn.

Organistarnir Guðjón Halldór Óskarsson og Jón Bjarnason stjórna kórunum.

Hljóðfæraleikarar eru Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Laufey Jensdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari, Richard Korn kontrabassaleikari, Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarsson trompetleikar, Jón Bjarnason organisti, Guðjón Halldór Óskarsson organisti, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gísli Stefánsson bariton.

Dagskránni lýkur með tíðargjörð í Skálholtsdómkirkju kl. 18:00.


Sunnudaginn 23. júlí er hin eiginlega Skálholtshátíð sem ber yfirskriftina Grasið visnar sagan vex.

Dagkráin hefst með orgeltónleikum Jóns Bjarnasonar í Skálholtsdómkirkju kl. 11:00.

Leikin verður tónlist eftir J. S. Bach.

Kl. 14:00 er hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju.

Sextíu ára vígsluafmæli kirkjunnar.

Jesús segir: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“

Skálholtskórinn syngur.

Organisti er Jón Bjarnason.

Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni dómkirkjupresti í Reykjavík, sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur prófasti, sr. Maríu Rut Baldursdóttur presti og sr. Gísa Gunnarssyni, Hólabiskupi.

Lesarar verða Kristín Ingólfsdóttir, fyrrum rektor Háskóla Íslands og stjórnarmaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju og Þórarinn Þorfinnsson, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar.

Kl. 15:00 er afmæliskirkjukaffi í boði Skálholtsstaðar á veitingastaðnum Hvönn.

Kl. 16:00 hefst hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju.

Grasið visnar sagan vex.

Ávarp ráðherra.

Ávarp flytur Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra og formaður stjórnar Skálholts.

Hátíðarerindi flytur Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.

Erindi um kirkjuna á 60 ára vígsluafmælinu flytur Pétur H. Ármannsson, arkitekt.

Ávarp flytur dr. Antje Jakelén, fyrrum erkibiskup Svíþjóðar.

Skálholtskórinn og fleiri kórar syngja og hljóðfæraleikarar spila undir stjórn Jóns Bjarnasonar, organista.

Vígslubiskup stýrir dagskrá og segir fréttir.


Um yfirskrift hátíðarinnar segir á vef Skálholts:

"Grasið visnar sagan vex" er sótt í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar 21. júlí 1963.

Stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum, sálmum og ljóðum.

Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023.

Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum sögu og minjar og sjáum á henni nýjar hliðar.

Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka.

Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í því sem tengist Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð."

 

slg

 

 











  • Fundur

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Útgáfa

  • Vígslubiskup

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði