Þau sóttu um

25. júlí 2023

Þau sóttu um

Hjallakirkja

Biskup Íslands auglýsti nýlega starf prests við Digranes- og Hjallaprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur rann út 19. júlí s.l.

Alls bárust fimm umsóknir um starfið, tveir umsækjendur óska nafnleyndar, aðrir umsækjendur eru:

Guðrún Eggerts Þórudóttir

Hilmir Kolbeins

Laufey Brá Jónsdóttir

Prestakallið

Digranesprestakall og Hjallaprestakall voru sameinuð árið 2020 og mynda nú eitt öflugt prestakall með tvær sóknir og tvær fallegar kirkjur.

Prestakallið tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er hluti af samstarfssvæði kirkjunnar í Kópavogi sem byggir á góðu skipulagi og traustri samvinnu.

Góð aðstaða er í báðum kirkjum prestakallsins, bæði til helgihalds og almenns safnaðarstarfs, auk vel búinna skrifstofa.

Framundan er markviss safnaðaruppbygging í báðum söfnuðunum.

Sóknarnefndirnar munu auka samstarf sín á milli en leggja einnig áherslu á að sérstaða kirknanna verði virt.

Horft er til þess að efla innra starf kirkjunnar með fjölbreyttum og hugmyndaríkum hætti.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.


slg


Myndir með frétt

Digraneskirkja
  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Háteigskirkja

Laust starf

30. apr. 2024
...prests í Háteigsprestakalli
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apr. 2024
…í Garðaprestakall
Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla