Laus er til umsóknar staða organista og tónlistarstjóra í Mosfellsprestakalli

14. ágúst 2023

Laus er til umsóknar staða organista og tónlistarstjóra í Mosfellsprestakalli

Lágafellskirkja

Laus er til umsóknar staða organista og tónlistarstjóra í Mosfellsprestakalli.

Um fullt starf er að ræða.

Starfið veitist frá 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Mosfellsprestakall þjónar rúmlega 13.600 íbúum.

Tvær kirkjur eru í prestakallinu Lágafellskirkja og Mosfellskirkja.

Í störfum við kirkjuna er lögð rík áhersla á samstarf og teymisvinnu.

Við Mosfellsprestakall starfar teymi tveggja presta ásamt, guðfræðingi sem sinnir málefnum eldri borgara, kórstjóra barnakórs, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum í æskulýðsstarfi, kirkjuverði, rekstrarstjóra og sjálfboðaliðum.

Í Mosfellsprestakalli er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag.

Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu í tónlistarstarfi prestakallsins.

Starfandi er Kirkjukór Lágafellssóknar, Barnakór Lágafellssóknar og Fermata-ungmenna.

Leitað er eftir einstaklingi sem er hvetjandi, frjór kórstjóri og býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum.

Viðkomandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika vera sveigjanleikur í starfi og hafa metnað og vilja til að starfa með teymi prestakallsins

 Starfsskyldur organista og tónlistarstjóra eru:

· Bera ábyrgð á, byggja upp og stýra tónlistarstarfi prestakallsins.

· Hljóðfæraleikur við helgihald, athafnir og annað kirkjustarf.

· Stuðningur við annað safnaðarstarf, við presta og starfsfólk.

· Umsjón með hljóðfærum og hljóðkerfum í eigu kirkjunnar.

  Hæfniskröfur:

· Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám.

· Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.

· Listfengi, frumkvæði og hugmyndaauðgi.

· Góð reynsla af kórstjórn.

· Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.

Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá.

Einnig skal leggja fram meðmæli um hæfni og reynslu af tónlistar og kórastarfi ásamt stuttri greinagerð um fyrri störf og hvaða hugmyndir og framtíðarsýn umsækjandi hefur til starfsins.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍH/FÍO.

Umsóknarfrestur um starfið er til 16. ágúst n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veita Bragi Ragnarsson formaður sóknarnefndar Lágafellssóknar 8434226 og séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn sóknarprestur s. 8668947

Umsóknum skal skilað á netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is



Myndir með frétt

  • Tónlist

  • Sóknarnefndir

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall