Laust starf kirkjuvarðar

16. ágúst 2023

Laust starf kirkjuvarðar

Egilsstaðakirkja

Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju óskar eftir að ráða starfsmann sem á að sjá um kirkjuvörslu í 50% starfshlutfall frá og með 1. september næst komandi eða eftir samkomulagi.

Verksvið kirkjuvarðar er:

Ræstingar og önnur umsjón með Egilsstaðakirkju og safnaðarheimilinu í Hörgsási 4.

Vikuleg innkaup vegna kirkjustarfsins.

Önnur tilfallandi verkefni við kirkjuna.

Vinnutími er sveigjanlegur og eftir samkomulagi, en er að mestu leyti á virkum dögum.

Ekki er gert ráð fyrir að kirkjuvörðurinn þurfi að aðstoða við athafnir í kirkjunni en gæti í einhverjum tilfellum verið beðinn um að mæta til vinnu um helgar og á hátíðisdögum til að undirbúa kirkjuna fyrir athafnir.

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

Sóknarnefndin leitar að duglegum, jákvæðum og samviskusömum kirkjuverði sem sýnir frumkvæði og áhuga í vinnunni.

Íslenskukunnátta er kostur en ekki skilyrði.

Umsækjandi þarf að skrifa undir samþykki um að aflað sé upplýsinga úr sakaskrá.

Hlekk á eyðublaðið má finna hér.

Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum og lögum.

Þau sem hafa áhuga á að sækja um starfið eru vinsamlega beðin um að hafa samband við sr. Þorgeir Arason sóknarprest Egilsstaðaprestakalls í síma 847-9289 eða í tölvupósti á netfangið thorgeir.arason@kirkjan.is.

 

slg


  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju