Sálmabandið á menningarnótt

18. ágúst 2023

Sálmabandið á menningarnótt

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Sálmabandið mun leika á hljóðfæri sín í Dómkirkjunni í Reykjavík frá kl. 16:00-18:00 laugardaginn 19. ágúst.

Þá munu þau einnig leika undir almennan sálmasöng.

Eins og oft hefur komið fram á kirkjan.is var ný sálmabók tekin í notkun í kirkjunni í nóvember s.l. og er hún mikill happafengur.

Það má m.a. finna á því að nú eru bókstafshljómar við alla sálmana og eykur það möguleika á flutningi sálmanna.

Fjöldamargir nýir sálmar eru í bókinni, m.a. eftir Sigurð Flosason, Aðalstein Ásberg, Bubba Morthens, Báru Grímsdóttur, Sigurð Sævarsson, svo aðeins fáir séu nefndir, auk fjölda þjóðlaga frá mörgum löndum.

Verður leitast við að leika nýja sálma í bland við gamla kunningja, auk þess sem hugsanlega getur bandið tekið við beiðni úr sal varðandi sálma.

Sálmabandið skipa:

Ása Briem, sem leikur á harmonikku og Jón Ívars og Sigmundur Sigurðarson sem leika á gítara.

Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík leikur á kontrabassa og Telma Rós Sigfúsdóttir á víólu.

Sálmabandið hefur undanfarin ár gjarnan hist á 12Tónum og leikið undir almennum sálmasöng.

Hefur það mælst ágætlega fyrir og vonast því bandið til að sjá sem flesta á menningarnótt.

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju