Sálmafoss og Barnafoss á menningarnótt

18. ágúst 2023

Sálmafoss og Barnafoss á menningarnótt

Laugardaginn 19. ágúst verður árlegur viðburður í Hallgrímskirkju kl. 14:00-18:00 í tilefni af menningarnótt.

Aðgangur er ókeypis.

Á þessari menningarnótt fagnar kirkjan útgáfu nýrrar sálmabókar með Sálmafossi í Hallgrímskirkju.

Á Sálmafossi verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.

Sálmafoss var fyrst haldinn í Hallgrímskirkju árið 2007 að frumkvæði Harðar Áskelssonar fyrrum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og organista í Hallgrímskirkju.

Það sem fólk getur átt von á þegar það gengur inn í kirkjuna er kórsöngur, orgelleikur, sálmaspuni, sálmaforleikir, Bach-kóralar, nýsköpun, barnakórar, ungmennakór og kirkjukórar, en auk þess verður almennur söngur og þá fá öll að syngja með.

Fram koma Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Björn Steinar Sólbergsson, Brynhildur Auðbjargardóttir, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðný Einarsdóttir, Helga Loftsdóttir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Inger-Lise Ulsrud, Kammerkór Seltjarnaneskirkju, Kammerkórinn Huldur, Kór Hallgrímskirkju, Kór Neskirkju, Kór Öldutúnsskóla, Perlukór Háteigskirkju, Steinar Logi Helgason, Steingrímur Þórhallsson og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.

Gestgjafi er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímskirkju.

Barnafoss á menningarnótt í Hallgrímskirkju er dagskrá fyrir börnin.

Barnafoss verður inni í kirkjunni laugardaginn 19. ágúst milli 14:00 og 16:00.

Aðgangur er ókeypis.

Á menningarnótt geta börn og fjölskyldur komið í Hallgrímskirkju og tekið þátt í því að búa til Barnafoss.

Börnin velja sér einn efnisstrimil sem þau festa á hangandi band sem mynda svo foss.

Börnin geta leikið sér að því að hlaupa gegnum fossinn.

Einnig verður boðið upp á kórónugerð fyrir börnin.

Þau fá tilbúna kórónu sem þau geta litað.

Umsjón með barnastarfinu hefur Kristný Rós Gústafsdóttir

Nánar má sjá um Sálmafoss og Barnafoss hér.

 

 

slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Barnastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju