Skógarmessa í Svarfaðardal

23. ágúst 2023

Skógarmessa í Svarfaðardal

Sr. Erla Björk messar í Hánefsstaðareit

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og því fer sumarstarfi kirkjunnar að ljúka og vetrarstarfið að taka við.

Í sumar hefur kirkjan.is sagt frá afar fjölbreytu sumarstarfi kirkjunnar.

Hugmyndaauðgin er mikil þegar prestar og safnaðarfólk fitjar upp á nýjungum.

Veðurblíðan í sumar hefur boðið upp á messur með ýmsu sniði utan dyra.

Þannig var það í Svarfaðardalnum um helgina.

Þar var haldin skógarmessa í Hánefsstaðarreit og var vel mætt af fríðu fólki.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli þjónaði og Steinunn Elfa Úlfarsdóttir formaður Kórs Dalvíkurkirkju spilaði undir á gítar og leiddi samsöng léttra og skemmtilegra sumarlaga ásamt kórfélögum.

Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju bauð síðan upp á skógarnesti, kaffi, djús og kleinur að messu lokinni.

Að sögn sr. Erlu Bjarkar var yndislegt veður og sagði hún að söfnuðurinn hafi sungið fram sólina í messunni.

 

slg



Myndir með frétt

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði