Skógarmessa í Svarfaðardal

23. ágúst 2023

Skógarmessa í Svarfaðardal

Sr. Erla Björk messar í Hánefsstaðareit

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og því fer sumarstarfi kirkjunnar að ljúka og vetrarstarfið að taka við.

Í sumar hefur kirkjan.is sagt frá afar fjölbreytu sumarstarfi kirkjunnar.

Hugmyndaauðgin er mikil þegar prestar og safnaðarfólk fitjar upp á nýjungum.

Veðurblíðan í sumar hefur boðið upp á messur með ýmsu sniði utan dyra.

Þannig var það í Svarfaðardalnum um helgina.

Þar var haldin skógarmessa í Hánefsstaðarreit og var vel mætt af fríðu fólki.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli þjónaði og Steinunn Elfa Úlfarsdóttir formaður Kórs Dalvíkurkirkju spilaði undir á gítar og leiddi samsöng léttra og skemmtilegra sumarlaga ásamt kórfélögum.

Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju bauð síðan upp á skógarnesti, kaffi, djús og kleinur að messu lokinni.

Að sögn sr. Erlu Bjarkar var yndislegt veður og sagði hún að söfnuðurinn hafi sungið fram sólina í messunni.

 

slg



Myndir með frétt

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall