Skógarmessa í Svarfaðardal

23. ágúst 2023

Skógarmessa í Svarfaðardal

Sr. Erla Björk messar í Hánefsstaðareit

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og því fer sumarstarfi kirkjunnar að ljúka og vetrarstarfið að taka við.

Í sumar hefur kirkjan.is sagt frá afar fjölbreytu sumarstarfi kirkjunnar.

Hugmyndaauðgin er mikil þegar prestar og safnaðarfólk fitjar upp á nýjungum.

Veðurblíðan í sumar hefur boðið upp á messur með ýmsu sniði utan dyra.

Þannig var það í Svarfaðardalnum um helgina.

Þar var haldin skógarmessa í Hánefsstaðarreit og var vel mætt af fríðu fólki.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli þjónaði og Steinunn Elfa Úlfarsdóttir formaður Kórs Dalvíkurkirkju spilaði undir á gítar og leiddi samsöng léttra og skemmtilegra sumarlaga ásamt kórfélögum.

Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju bauð síðan upp á skógarnesti, kaffi, djús og kleinur að messu lokinni.

Að sögn sr. Erlu Bjarkar var yndislegt veður og sagði hún að söfnuðurinn hafi sungið fram sólina í messunni.

 

slg



Myndir með frétt

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember