Skógarmessa í Svarfaðardal

23. ágúst 2023

Skógarmessa í Svarfaðardal

Sr. Erla Björk messar í Hánefsstaðareit

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og því fer sumarstarfi kirkjunnar að ljúka og vetrarstarfið að taka við.

Í sumar hefur kirkjan.is sagt frá afar fjölbreytu sumarstarfi kirkjunnar.

Hugmyndaauðgin er mikil þegar prestar og safnaðarfólk fitjar upp á nýjungum.

Veðurblíðan í sumar hefur boðið upp á messur með ýmsu sniði utan dyra.

Þannig var það í Svarfaðardalnum um helgina.

Þar var haldin skógarmessa í Hánefsstaðarreit og var vel mætt af fríðu fólki.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli þjónaði og Steinunn Elfa Úlfarsdóttir formaður Kórs Dalvíkurkirkju spilaði undir á gítar og leiddi samsöng léttra og skemmtilegra sumarlaga ásamt kórfélögum.

Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju bauð síðan upp á skógarnesti, kaffi, djús og kleinur að messu lokinni.

Að sögn sr. Erlu Bjarkar var yndislegt veður og sagði hún að söfnuðurinn hafi sungið fram sólina í messunni.

 

slg



Myndir með frétt

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kirkjustarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju