Samræðufundur um flóttafólk

24. ágúst 2023

Samræðufundur um flóttafólk

Sr. Toshiki Toma í ræðustól

Kirkjan.is sagði frá því fyrir helgi að Biskup Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi og prestar innflytjenda hjá Þjóðkirkjunnni séu á meðal þeirra sem lýst hafa þungum áhyggjum sínum vegna stöðu flóttafólks á landinu, sem býr nú á götunni.

26 félagasamtök lýstu þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vísað hefur verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum.

Þessi félagasamtök héldu umræðufund um ástandið í húsakynnum Hjálpræðishersins í gær.

Þar flutti prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma erindi sem hitti beint í mark og birtist það hér:

„Ágæti ráðherra og fundarfólk, komið þið sæl og blessuð.

Agnes biskup ætlaði að vera með okkur hér í dag og ávarpa fundinn en hún forfallast vegna veikinda og því ætla ég að fá að segja nokkur orð í staðinn fyrir hana.

Mig langar að benda á aðeins eitt atriði, það er að ,,the ends do not justify the means" eða ,,markmiðin réttlæta ekki meðalið".

Þótt að maður setji sér einhver markmið sem maður hefur trú á að það sé rétt og sanngjarnt, þýðir það samt ekki að maður megi gera hvað sem er til þess að knýja fram þau markmið.

Íslenskt samfélag býr að sameiginlegum grunngildum.

Eitt af þeim er að við viljum standa vörð um mannhelgi og virði hverrar manneskju, það gerum við með áþreifanlegum hætti með því að standa vörð um mannréttindi og virða þá samninga sem við höfum samþykkt er snúa að mannréttindum og mannhelgi hvers einstaklings.

Allir sem starfa og þjóna fólki á opinberum vettvangi á Íslandi eiga að vernda mannréttindi.

Með öðrum orðum má segja að við sem veitum opinbera þjónustu eða velferðarþjónustu  t.d. félagsráðgjafar, starfsfólk heilbrigðisþjónustu, kennarar, félagar í mannúðarsamtökunum eða prestar – það er fjöldi fólks sem starfar með beinum eða óbeinum hætti, þvert yfir pólitískar- trú- og lífsskoðanir, svo að engin þurfi ekki að búa á götunni.

Lögin og sú stefna ríkistjórnar í dag sem heimila að senda fólk á götuna er ekki aðeins hörmung fyrir flóttafólk sem misst hefur réttindi á grunnþjónustu, þá eru þau einnig óvirðing fyrir alla sem þjóna í nafni mannréttinda og vilja starfa undir þeim grunngildum sem samfélag okkar byggir á.

Það er ekki meining mín að gagnrýna neinn persónulega, en þessi lög og stefna sem senda fólk á götuna eru ekki í samræmi við þau grunngildi um að standa vörð um virðingu og mannréttindi, og því þurfum við að breyta, núna strax.“

slg


  • Flóttafólk

  • Fundur

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall