Þemamessur í Akureyrarkirkju

24. ágúst 2023

Þemamessur í Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkja

Nú eru kirkjurnar óðum að skipta um gír.

Safnaðarstarfið breytist úr fjölbreyttu sumarstarfi og við tekur enn fjölbreyttara vetrarstarf.

Í vetur býður Akureyrarkirkja upp á þemamessur einu sinni í mánuði kl. 17:00.

Strax að messu lokinni kl. 18:00 verður síðan boðið til kvöldverðar í safnaðarheimilinu.

Boðið verður upp á ljúfa tóna á meðan fólk snæðir sunnudagsmatinn með fólkinu sínu í kirkjunni sinni.

Fyrsta messan verður 10.sept og er hún helguð meðgöngu, fæðingu og uppeldi barna og unglinga.

Tvær ljósmæður og einn uppeldisfræðingur verður þar til að miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Í öllum þessum messum verður létt og hugljúf tónlist.


Þann 22. október verður bleik messa helguð baráttunni við og gegn krabbameini.

Þórhildur Örvarsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina.

Prestur verður sr. Hildur Eir Bolladóttir og kvöldverður verður strax að lokinni messu.

Þann 26. nóvember verður æðruleysismessa.

Þá verður hugljúf messa með létrri tónlist og umfjöllun um fíkn, von og bata.

Guðrún Arngrímsdóttir, Hermann Arason og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina og prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði