Biskupskosningar á næsta ári

25. ágúst 2023

Biskupskosningar á næsta ári

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið tímasetningu vegna kosningar biskups Íslands.

Tímasetningin er til samræmis við ákvörðun biskups Íslands um það að ljúka störfum sumarið 2024, en biskup verður sjötug á árinu.

Kjörstjórn hefur borið ákvörðunina undir forsætisnefnd kirkjuþings, sem hefur samþykkt þær, í samræmi við starfsreglur kirkjuþings nr. 9/2021-2022.

Kosningin fer fram 7. til 12. mars 2024.

Viðmiðunardagur kosningaréttar er 11. janúar 2024.

Tilnefningar verða frá 1.- 6. febrúar 2024

Tímaáætlun kjörstjórnarinnar tekur mið af tilkynningu núverandi biskups Íslands um starfslok sín sumarið 2024, en í nýjárspredikun sinni í upphafi þessa árs lýsti biskup því yfir að hún myndi láta af störfum 1. júlí 2024 vegna aldurs.



slg


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju