Biskupskosningar á næsta ári

25. ágúst 2023

Biskupskosningar á næsta ári

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið tímasetningu vegna kosningar biskups Íslands.

Tímasetningin er til samræmis við ákvörðun biskups Íslands um það að ljúka störfum sumarið 2024, en biskup verður sjötug á árinu.

Kjörstjórn hefur borið ákvörðunina undir forsætisnefnd kirkjuþings, sem hefur samþykkt þær, í samræmi við starfsreglur kirkjuþings nr. 9/2021-2022.

Kosningin fer fram 7. til 12. mars 2024.

Viðmiðunardagur kosningaréttar er 11. janúar 2024.

Tilnefningar verða frá 1.- 6. febrúar 2024

Tímaáætlun kjörstjórnarinnar tekur mið af tilkynningu núverandi biskups Íslands um starfslok sín sumarið 2024, en í nýjárspredikun sinni í upphafi þessa árs lýsti biskup því yfir að hún myndi láta af störfum 1. júlí 2024 vegna aldurs.



slg


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.