Vetrarstarf tekur við af sumarstarfi í Bústaðakirkju

25. ágúst 2023

Vetrarstarf tekur við af sumarstarfi í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja

Í sumar hefur safnaðarstarf í Bústaðakirkju verið með öðru sniði en yfir vetrartímann eins og víða annars staðar á landinu.

Guðsþjónustur hafa farið fram á kvöldin með ljúfri tónlist.

Síðasta kvöldmessa sumarsins fer fram sunnudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00.

Sæberg Sigurðsson barítón mun annast um tónlistina ásamt Jónasi Þóri organista.

Efnisskráin er fjölbreytt þar sem Sæberg mun syngja einsöng, klassísk lög og léttari, ásamt því að leiða kirkjugesti í samsöng.

Í frétt frá Fossvogsprestakalli segir:

„Þess má geta að Sæberg er menntaður söngvari m.a. frá Bretlandseyjum og er í Óperukórnum.

Hann starfar jafnframt sem stærðfræðikennari við Tækniskólann.

Hann hefur sungið í Kammerkór Bústaðakirkju til margra ára og er í stjórn kórsins.“


Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju hafa í sumar annast um tónlistina í kvöldmessunum í Bústaðakirkju, þar sem þau hafa látið ljós sitt skína með einsöng og dúett, en einnig leitt kirkjugesti í samsöng.

Allt hefur það farið fram undir dyggri stjórn organista kirkjunnar, Jónasar Þóris.

Sr. Þorvaldur Víðisson sóknarprestur í Fossvogsprestakalli segir að

„guðspjallatexti næsta sunnudags sé frásagan af Jesú þegar hann læknaði á hvíldardegi.“

Og hann spyr:

„hvaða merkingu hefur sú frásaga í dag?“

Svarið er væntanlega að finna í predikun sunnudagskvöldsins, en sr. Þorvaldur flytur hugvekju út frá þessu guðspjalli og leiðir stundina ásamt messuþjónum.


Í byrjun september hefjast barnamessur á ný í Bústaðakirkju kl. 11:00 og síðan verður hefðbundið sunnudagshelgihald kl. 13:00.

Guðsþjónustur í Grensáskirkju fara ávallt fram á sunnudögum kl. 11:00.

Einu sinni í mánuði verða fjölskylduguðsþjónustur í Grensáskirkju.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði