Fyrsta valsamessan á Íslandi

28. ágúst 2023

Fyrsta valsamessan á Íslandi

Gísli Snær og Auður Laufey stíga vals

Fyrsta valsamessan svo vitað sé var í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27. ágúst kl. 11:00.

Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar lék forspil í valstakti á harmónikku.

Eftir forspilið var hefðbundið messuform með sálmum úr sálmabókinni, en allir sálmarnir voru leiknir í valstakti.

Það kom fram í máli sóknarprestsins sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar að komið hefði í ljós að mjög margir sálmar í sálmabókinni séu í valstakti.

Sálmarnir sem voru sungnir eru eftirfarandi:

Sálmur nr. 390 Líður að dögun.

Sálmur nr. 273 Stjörnur og sól.

Sálmur nr. 723 Ég leit eina lilju í holti.

Sálmur 216 Mikli Drottinn dýrð sé þér.

Sálmur 619 Þú kirkja Guðs í stormi stödd.

Eftir predikun og undir eftirspilinu dönsuðu systkinin Gísli Snær Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir vals.

Gísli Snær er 13 ára og ætlar að fermast í vor, en Auður Laufey er alveg að verða 11 ára.

Þau byrjuðu samtímis að æfa dans hjá Dansskóla Köru þegar þau voru 4ra og 6 ára.

Þau tóku í hönd kirkjugesta ásamt sóknarprestinum í lok guðsþjónustunnar, en það mátti sjá nokkra stíga valsspor á leið út kirkjugólfið.

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði