Mikið fjör á fermingarbarnamóti á Dalvík

29. ágúst 2023

Mikið fjör á fermingarbarnamóti á Dalvík

Fermingarbarnamót í Dalvíkurkirkju

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is, þá eru kirkjurnar um allt land að skipta úr sumargírnum yfir í vetrargírinn.

Eitt af því sem einkennir vetrarstarf kirkjunnar eru fermingarstörfin, sem er fyrirferðamikill þáttur í vetrarstarfinu alls staðar.

Fermingarbarnamót eru oft hápunktur starfsins og eru þau ýmist haldin á vorin eða haustin

Fermingarbarnamót Eyjafjarðarsvæðisins fór fram á Dalvík laugardaginn 26. ágúst.

Það voru fermingarbörn frá Laufásprestakalli, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkirkju, Glerárkirkju og Dalvíkurprestakalli.

Að sögn sr. Erlu Bjarkar Jónsdóttur prests í Dalvíkurprestakalli þá var

„dagurinn frábær í alla staði, en hann hófst í íþróttahúsi Dalvíkur þar sem Sigurður Ingimarsson og Lára Ósk Hlynsdóttir hristu hópinn saman með skemmtilegum samsöng.

Þátttakendur héldu síðan í Grunnskólann þar sem þau völdu sér hinar ýmsu skemmtilegu smiðjur bæði fyrir og eftir hádegi og má þar nefna listasmiðju, föndursmiðju, yogasmiðju, tónlistarsmiðju, áhrifavaldur í eigin lífi, dramasmiðju, íþróttir og trú, körfubolta og skotbolta í íþróttahúsi, og spunasmiðju.“

Sr. Erla Björk sagði að grillveisla hafi verið í hádeginu og dömur í Slysavarnarfélagi Dalvíkur hafi bakað skúffukökur sér til fjáröflunar sem reiddar voru fram í kaffitímanum.

„Mótið endaði á helgistund í Dalvíkurkirkju og þaðan hélt hópurinn af stað heim á leið og krakkarnir voru sátt og glöð með samveruna“

sagði sr. Erla Björk að lokum.

Tuttugu manns, bæði prestar, djákni, organisti, fræðslufulltrúi, æskulýðsstarfsfólk og ungleiðtogar auk prestmaka og barna tóku þátt í skipulagningu og starfi á móti sem gekk frábærlega vel.

Í forgrunni mótsins stóðu sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli, sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli, sr. Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli, sr. Hafdís Davíðsdóttir, sóknarprestur í Laufásprestakalli, sr. Erla Björk Jónsdóttir, prestur í Dalvíkurprestskalli, Sonja Kro, Eydís Ösp Eyþórsdóttir og Tinna Hermannsdóttir frá KFUM/K, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti, Ósk Sigurðardóttir yogakennari, Lára Ósk æskulýðsstarfsmaður auk ungleiðtoga.

Auk þess má geta þess að eiginmaður sr. Erlu Bjarkar, Haukur Dór og eiginmaður Hafdísar, Heiðar Örn Hönnuson tóku þátt svo og Margrét Sverrisdóttir eiginkona sr. Odds Bjarna Þorkelssonar sóknarprests í Dalvíkurprestakalli.

Þá hjálpuðu til dætur sr. Jóhönnu Gísladóttur þær Karólína Sæunn og Emilía Dagbjört Guðmundsdætur.

slg




Myndir með frétt

  • Ferming

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði