Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

30. ágúst 2023

Kyrrðarbænanámskeið í Grensáskirkju

Grensáskirkja

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Grensáskirkju bjóða upp á námskeið um kyrrðarbæn laugardaginn 2. september kl. 10:00-15:00 í Grensáskirkju.

Hvað er kyrrðarbæn?

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni.

Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur.

Í frétt frá Grensáskirkju segir að:

„þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir meðal annars til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.“


Kennarar námskeiðsins eru sr. María G. Ágústsdóttir, prestur í Grensáskirkju, sr. Bára Friðriksdóttur og Ingunn Björnsdóttir, sálgætir og nemandi í andlegri leiðsögn.

María, Bára og Ingunn eru með kennsluréttindi í kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um langt árabil.

Námskeiðsgjald er kr. 4.000, en innifalið í gjaldinu er léttur hádegisverður og námsgögn.

Nokkrum dögum fyrir námskeiðið fá þátttakendur kröfu í heimabankann sinn fyrir námskeiðsgjaldinu.

Skráning er hér.  

Einnig segir í fréttinni:

„Ef spurningar vakna má senda tölvupóst á Ingunni á netfangið ingunnbjornsdottir@simnet.is, en hún veitir nánari upplýsingar.

Einnig svarar séra María fyrirspurnum sem sendar eru á netfangið maria@kirkja.is.

Námskeiðið er öllum opið.


slg



Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði