Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

31. ágúst 2023

Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

Krísuvíkurkirkja

Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 14:00.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarsókn, messar og Kári Þormar nýr organisti Hafnarfjarðarprestakalls leikur á orgel.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur.

Við lok messu verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún á sér veturstað í kirkjuskipinu.

Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.

Í Hafnarfjarðarkirkju verður sama dag messa kl. 11:00 að venju en þar verður dagur kærleiksþjónustunnar hafður í hávegum.

Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttir djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.

Öll eru hjartanlega velkomin í helgihald í Hafnarfjarðarprestakalli alla sunnudaga.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.