Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

31. ágúst 2023

Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

Krísuvíkurkirkja

Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 14:00.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarsókn, messar og Kári Þormar nýr organisti Hafnarfjarðarprestakalls leikur á orgel.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur.

Við lok messu verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún á sér veturstað í kirkjuskipinu.

Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.

Í Hafnarfjarðarkirkju verður sama dag messa kl. 11:00 að venju en þar verður dagur kærleiksþjónustunnar hafður í hávegum.

Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttir djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.

Öll eru hjartanlega velkomin í helgihald í Hafnarfjarðarprestakalli alla sunnudaga.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju