Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

31. ágúst 2023

Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

Krísuvíkurkirkja

Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 14:00.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarsókn, messar og Kári Þormar nýr organisti Hafnarfjarðarprestakalls leikur á orgel.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir syngur.

Við lok messu verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson tekin niður og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún á sér veturstað í kirkjuskipinu.

Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.

Í Hafnarfjarðarkirkju verður sama dag messa kl. 11:00 að venju en þar verður dagur kærleiksþjónustunnar hafður í hávegum.

Sr. Jónína þjónar ásamt Sigríði Valdimarsdóttir djákna og kennara en Sigríður mun einnig prédika.

Öll eru hjartanlega velkomin í helgihald í Hafnarfjarðarprestakalli alla sunnudaga.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju