Sr. Jóhanna blessar Eddu

1. september 2023

Sr. Jóhanna blessar Eddu

Sr. Jóhanna blessar Eddur-mynd Skapti Hallgrímsson

Sr. Jóhanna Gísladóttir prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli vígði formlega listaverkið Eddu, sem stendur á Hrafnskinnarhóli við Sólgarð norðan heimreiðarinnar að Saurbæ í Eyjafjarðarsveit.

Fjölmenni var við athöfnina í dýrindis veðri, einmitt veðrinu sem listakonan Beate Stormo lýsti sem kjörveðri fyrir smíðina á risakúnni þar sem suða með gasi er erfið í vindi og vondu veðri.

Við athöfnina voru flutt ávörp og Kirkjukór Eyjafjarðarsveitar söng.

Listakonan sjálf ávarpaði gesti, lýsti verkinu og verkferlinu og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki sínu.

Séra Jóhanna Gísladóttir blessaði verkið og jós mjólk yfir kúna, en tók þó fram að ekki væri venjan að blessa dauða hluti.

Listaverk eru hins vegar lifandi samtal milli höfundarins og þeirra sem njóta.

Edda stendur sem tákn búsældar og dugnaðar sveitunga sinna í Eyjafjarðarsveitinni.

Akureyri.net var á staðnum og ræddi stuttlega við listakonuna að athöfninni lokinni.

Í viðtalinu kom fram að hún vann þetta verk ekki ein:

„Nei, þetta er ekki einnar konu verk, af því að þetta er stórt og þetta eru margir bútar.

Ég hélt í upphafi að ég gæti kannski gert meira ein, en ég sá það mjög fljótlega að um leið og járnið er orðið einn og hálfur metri að lengd þá er þetta orðið það þungt, bara til að halda því á sínum stað.

Hún er þrívíð, sem þýðir að hún bungar út í allar áttir eins og kýr gera, þá þarf endalaust að máta hvern einasta bút.

Maður þarf að máta og rétta hann við, máta og beygja aðeins meira og máta.

Hver bútur í þessu verki er mátaður um tuttugu sinnum.

Einhver þarf að halda, einhver þarf að strika hvar á að beygja og svo þarf að beygja og þá er gott að hafa einn í hvorn endann járninu,“

segir Beate.

Lesa má viðtalið við í heild sinni hér.

slg



Myndir með frétt

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Viðburður

  • List og kirkja

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall