Andlátsfregn

4. september 2023

Andlátsfregn

Sr. Bernharður Guðmundsson

Sr. Bernharður Guðmundsson andaðist á Hjúkrunheimililnu Sunnuhlíð 1. september, 2023.

Bernharður fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði þann 28. janúar árið 1937.

Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, bifreiðastjóri og Svava Bernharðsdóttir, húsmóðir.

Bernharður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956, diplómu í frönsku frá háskólanum í Caen, Frakklandi, árið 1957, guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1962, og meistaraprófi í fjölmiðlun frá Suður-Illinois háskóla í Bandaríkjunum árið 1978.

Sr. Bernharður starfaði alla sína tíð á vegum kirkjunnar bæði hérlendis og erlendis.

Hann vígðist til Súðavíkur árið 1962 og varð síðan sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli í Árnessýslu árið 1965 og starfaði þar til ársins 1970.

Síðan starfaði hann sem Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1970-1973, var yfirmaður almenningstengsla við útvarpsstöð Lúterska Heimssambandnsins í Eþíópíu 1973-1977, fréttafulltrúi og síðar fræðslu- og þjónustustjóri Þjóðkirkjunnar 1979-1991, yfirmaður ráðgjafaþjónustu Lúterska Heimssambansins í Genf í Sviss 1991-1999, verkefnisstjóri Kristnihátíðar og kirkjudaga 1999-2001 og rektor Skálholtskóla 2001-2006.

Auk þess var hann prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, 1979-85.

Sr. Bernharður lét mikið að sér kveða í félagsmálum og var meðal annars formaður Íslandsdeildar Amensty International 1984-6, Samtaka um fjölmiðlarannsóknir 1980-1985, í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1983-1989, Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1983-87 og Skálholtsfélagsins 1969-1973.

Hann sat í ráðgjafarnefnd um framtíðarkönnun forsætisráðuneytisins 1984-1986, í Barnaverndaráði 1984-1988, Kirkjufræðslunefnd 1980-1989 og var fulltrúi þjóðkirkjunnar á heimsþingum Lúterska Heimsambandsins meðal annars í Curitiba í Brasilíu árið 1990 og í Hong Kong árið 1997.

Hann var ritstjóri Kirkjuritsins 1979-1981 og Víðförla 1981-1991 og sá um fjölmarga útvarpsþætti á RÚV sem tengdust trúmálum og kirkjulegu starfi.

Á uppvaxtarárum sínum tók Bernharður mikinn þátt í leiklist og sótti alla ævi leikhús.

Sr. Bernharður hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu árið 2006 fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs.

Eftirlifandi eiginkona sr. Bernharðs er Rannveig Sigurbjörnsdóttir og eiga þau þrjú börn, Svövu, Magnús Þorkel og Sigurbjörn og fimm barnabörn.

Útför sr. Bernharðs verður gerð frá Háteigskirkju 15. september kl. 13:00.

 

slg




  • Prestar og djáknar

  • Andlát

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði