Ástarpostillan kemur út í nóvember

5. september 2023

Ástarpostillan kemur út í nóvember

Prédikanasafn dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Ástin, trú og tilgangur lífsins verður gefið út í byrjun nóvember.

Í ritinu verða 78 prédikanir helstu helgidaga ársins.

Hallgrímskirkja styður útgáfu þessa prédikanasafns sem er úrval úr um eitt þúsund stólræðum og hugleiðingum höfundar á starfsferli hans sem prests.

Ritið verður stór bók og forlagið, Bjartur-Veröld-Fagurskinna, vandar útgáfuna.

Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og grafískur hönnuður, býr ritið til prentunar en hann er tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Ragnar hannaði m.a. biblíuútgáfu JPV sem er á öllum ölturum kirkna landsins og notuð er í helgihaldi þjóðkirkjunnar og biblíulestri landsmanna síðustu fimmtán ár.

Ástin, trú og tilgangur lífsins – oft nefnd ástarpostillan - er gefin út við starfslok dr. Sigurðar Árna í Hallgrímskirkju.

Hún er einnig afmælisrit en höfundur verður sjötugur á Þorláksmessu.

Í bókinni verður heillaóskaskrá.

Frestur til að skrá nöfn er 10. september.

Þau er vilja setja nafn eða nöfn (t.d. hjóna eða systkina) í skrána eru beðin að senda nöfnin í tölvupósti og ganga frá greiðslu.

Pétur Már Ólafsson, forleggjarinn, tekur við nöfnum og netfang hans er pmo@bjartur.is.

Útgáfuhátíð og afmælisteiti er stefnt að því að halda þann 11. nóvember.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson hefur starfað sem rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu og háskólakennari.

Hann hefur verið prestur í Ásaprestakalli, Staðarfellsprestakalli, Neskirkju og Hallgrímskirkju.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Útgáfa

  • Guðfræði

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði