Ástarpostillan kemur út í nóvember

5. september 2023

Ástarpostillan kemur út í nóvember

Prédikanasafn dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar Ástin, trú og tilgangur lífsins verður gefið út í byrjun nóvember.

Í ritinu verða 78 prédikanir helstu helgidaga ársins.

Hallgrímskirkja styður útgáfu þessa prédikanasafns sem er úrval úr um eitt þúsund stólræðum og hugleiðingum höfundar á starfsferli hans sem prests.

Ritið verður stór bók og forlagið, Bjartur-Veröld-Fagurskinna, vandar útgáfuna.

Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og grafískur hönnuður, býr ritið til prentunar en hann er tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Ragnar hannaði m.a. biblíuútgáfu JPV sem er á öllum ölturum kirkna landsins og notuð er í helgihaldi þjóðkirkjunnar og biblíulestri landsmanna síðustu fimmtán ár.

Ástin, trú og tilgangur lífsins – oft nefnd ástarpostillan - er gefin út við starfslok dr. Sigurðar Árna í Hallgrímskirkju.

Hún er einnig afmælisrit en höfundur verður sjötugur á Þorláksmessu.

Í bókinni verður heillaóskaskrá.

Frestur til að skrá nöfn er 10. september.

Þau er vilja setja nafn eða nöfn (t.d. hjóna eða systkina) í skrána eru beðin að senda nöfnin í tölvupósti og ganga frá greiðslu.

Pétur Már Ólafsson, forleggjarinn, tekur við nöfnum og netfang hans er pmo@bjartur.is.

Útgáfuhátíð og afmælisteiti er stefnt að því að halda þann 11. nóvember.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson hefur starfað sem rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu og háskólakennari.

Hann hefur verið prestur í Ásaprestakalli, Staðarfellsprestakalli, Neskirkju og Hallgrímskirkju.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Útgáfa

  • Guðfræði

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð