Aðalfyrirlesari á Heimsþingi LWF

6. september 2023

Aðalfyrirlesari á Heimsþingi LWF

Dr. Tomás Halík

Nú er undirbúningur fyrir þrettánda Heimþing Lútherska Heimssambandsins í hámarki.

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá ber þingið í ár yfirskriftina One body, One spirit, one hope, eða:

Einn líkami, einn andi, ein von.

Lútherska Heimssambandið heur nú tilkynnt hver verði aðalfyrirlesari þingsins eða svokallaður key note speaker.

Það verður Tomás Halík, en hann er rithöfundur og prófessor í félagsfræði.

Hann er frá Tékklandi og er þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum, trúfrelsi og samtali við samtíðina.

Hann var vígður prestur í kaþólsku kirkjunni á tíma kommúnismans og varð einn af aðalskipuleggjendum neðanjarðarstarfsemi háskólasamfélagsins, en þar var að finna guðfræðinga, heimspekinga og stúdenta sem börðust fyrir lýðræði í fyrrum Sovétríkjunum.

Eftir fall Berlínarmúrsins varð hann aðalráðgjafi Václav Havel, forseta og hefur verið mikilvægur í menningarlífi Tékklands.

Hann er deildarforseti trúarbragðafræðideildar Charles University í Prag og hefur verið gestafyrirlesari við Cambridge, Oxford og Harvard.

 

slg



Myndir með frétt

Einn líkami, einn andi, ein von
  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Þing

  • Alþjóðastarf

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð