Aðalfyrirlesari á Heimsþingi LWF

6. september 2023

Aðalfyrirlesari á Heimsþingi LWF

Dr. Tomás Halík

Nú er undirbúningur fyrir þrettánda Heimþing Lútherska Heimssambandsins í hámarki.

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá ber þingið í ár yfirskriftina One body, One spirit, one hope, eða:

Einn líkami, einn andi, ein von.

Lútherska Heimssambandið heur nú tilkynnt hver verði aðalfyrirlesari þingsins eða svokallaður key note speaker.

Það verður Tomás Halík, en hann er rithöfundur og prófessor í félagsfræði.

Hann er frá Tékklandi og er þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum, trúfrelsi og samtali við samtíðina.

Hann var vígður prestur í kaþólsku kirkjunni á tíma kommúnismans og varð einn af aðalskipuleggjendum neðanjarðarstarfsemi háskólasamfélagsins, en þar var að finna guðfræðinga, heimspekinga og stúdenta sem börðust fyrir lýðræði í fyrrum Sovétríkjunum.

Eftir fall Berlínarmúrsins varð hann aðalráðgjafi Václav Havel, forseta og hefur verið mikilvægur í menningarlífi Tékklands.

Hann er deildarforseti trúarbragðafræðideildar Charles University í Prag og hefur verið gestafyrirlesari við Cambridge, Oxford og Harvard.

 

slg



Myndir með frétt

Einn líkami, einn andi, ein von
  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Þing

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju