Þau flytja ræður á Heimsþinginu

7. september 2023

Þau flytja ræður á Heimsþinginu

Einn líkami, einn andi, ein von

13. Heimsþing Lútherska Heimssambandsins hefst miðvikudaginn 13. september.

Þá kemur kirkjufólk saman frá öllum heimshlutum.

Þingið í ár er haldið í Kraków í Póllandi.

Þingið hefst á guðsþjónustu þar sem sr. Danielle Dokman predikar, en hún er ungur prestur frá lúthersku kirkjunni í Suriname.

Predikar hún út frá megin efni þingsins, sem er: Einn líkami, einn andi, ein von.

Á öðrum degi þingsins er ræða aðalfyirlesara þingsins, en það er tékkneski presturinn, prófessorinn og rithöfundurinn Tomás Halík, sem er þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum, trúfrelsi og samtali við önnur trúarbrögð eða engin, en kirkjan.is sagði frá ferli hans hér.

Dagana á eftir munu tveir forsetar guðfræðiskóla í Indónesíu og Eþíópíu og fyrrum erkibiskup Svía ræða um efni þingsins, Einn líkami, einn andi, ein von í hinum mismunandi aðstæðum heimsins.

Þau eru dr. Benny Sinaga forseti guðfræðiskóla fyrir konur í norður Sumötru.

Hún mun deila með áheyrendum hugleiðingum sínum um hvaða þýðingu einn líkami hefur í heiminum eftir heimsfaraldur.

Dr. Bruk Ayele, forseti Mekane Yesus guðfræðiskólans í Eþíópíu flytur hugleiðingu um hvernig andinn getur leitt okkur til einingar í sundrungu heimsins.

Fyrrum erkibiskup Svía dr. Antje Jacklén hugleiðir hvernig kristin von getur gefið okkur hugrekki til að treysta innsæi okkar.

Í lokaguðsþjónustunni mun framkvæmdastjóri Lútherska Heimssambandsins dr. Anne Burghardt predika og hvetja þátttakendur þingsins til að flytja boðskap þessa alheimsþings í heimakirkjum sínum og samfélagi alls staðar í heiminum.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá vinstri:

Sr. Danielle Dokman, dr. Benny Sinaga, dr. Bruk Ayele, dr. Antje Jacklén og dr. Anne Burghardt,


slg



Myndir með frétt

Dr. Sinaca, dr. Ayele og dr. Jacklén
Dr. Anne Burghardt framkvæmdastjóri LWF
  • Biskup

  • Erlend frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Alþjóðastarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall