Gulur september; Kyrrðarstundir víðsvegar um landið

8. september 2023

Gulur september; Kyrrðarstundir víðsvegar um landið

Í tilefni af Gulum september og alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðarstund í Garðakirkju þann 10. september klukkan 20:00. Dagskráin verður eftirfarandi;
• Fundarstjóri – Tómas Kristjánsson
• Tónlistarflutningur – Una Torfadóttir
• Hugvekja – Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
• Innlegg aðstandanda – Kristján Hafþórsson (Krissi Haff)
• Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Hér er hægt að lesa frekar um kyrrðarstundina í Vídalínskirkju.

Þá verður kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju kl. 20, þar sem Ágúst Arnórsson deilir reynslu sinni. Tónlistarflutningur í höndum Sándors Kerekes. Sr. Þorgeir Arason og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir     eigin hendi. Eftir stundina verður kynning á stuðningshópi fyrir aðstandendur sem og kaffi og spjall.

Hér er hægt að lesa frekar um kyrrðarstundina í Egilsstaðakirkju

Fleiri kirkjur sem verða með kyrrðarstundir og dagskrá tileinkaða verkefninu:

 

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Hér má nálgast upplýsingar um Gulan september.



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Viðburður

  • Kærleiksþjónusta

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð