Þrjú þing haldin í aðdraganda Heimsþings

8. september 2023

Þrjú þing haldin í aðdraganda Heimsþings

Einn líkami, einn andi, ein von

Þrjú þing eru haldin í aðdraganda Heimsþings Lútherska Heimssambandsins sem hefst í Kraków í Póllandi 13. september.

Kvennaþing verður haldið 8.-12. september í bænum Wroclaw norðvestur af Kraków.

Þingið sækja konur frá aðildarkirkjunum til að ræða saman um um kynjaréttlæti og hvernig það birtist í hinum ólíku aðstæðum sem konur frá öllum löndum heims búa við.

Kvennaþingið sækja Magnea Sverrisdóttir, djákni, verkefnastjóri samkirkjumála á Biskupsstofu og ráðgjafi stjórnar Lútherska Heimssambandins og dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor í trúfræði við Háskóla Íslands og fulltrí Íslands á Heimsþinginu.

Á sama tíma er þing unga fólksins og fer það fram í bænum Wisla í Suður-Póllandi, nærri landamærunum að Slóveníu.

Þar kemur saman ungt fólk á aldrinum 18-30 ára til að ræða saman um málefni sem þau óska eftir að tekin verði til umræðu á Heimsþinginu.

Í fyrsta skipti í sögu Lútherska Heimssambandsins munu karlar frá aðildarkirkjunum hittast í Kraków 11. september til að deila með hver öðrum hvernig aðalefni Heimsþingsins Einn líkami, einn andi, ein von höfði til þeirra.

Þátttakendur allra þriggja þinganna munu senda skilaboð sem lesin verða upp á fyrsta degi Heimsþingsins þann 13. september n.k.

 

slg


  • Alþjóðastarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli
vigfús á vefsíðu.jpg - mynd

Andlát

27. feb. 2025
Séra Vigfús Þór Árnason er látinn.
Fulltrúar á samráðshelgi kirkjunnar á Norðurlöndum

Spennandi starf sóknarprests í Noregi

24. feb. 2025
...umsóknarfrestur framlengdur