Rísum upp gegn óréttlæti heimsins

13. september 2023

Rísum upp gegn óréttlæti heimsins

Sr. Danielle Dokman í ræðustól

Nú eru um eitt þúsund fulltrúar kirkna Lútherska Heimssambandsins saman komin í Kraków í Póllandi.

Yfirskrift þingsins er: Einn líkami, einn andi, ein von.

Streymt er frá þinginu hér.

Það er afar mikilvægt fyrir lúthersku kirkjuna í Póllandi sem er mikil minnihlutakirkja í landinu að Heimsþingið skulið haldið hér.

Heimsþing eru haldin á sex til sjö ára fresti og var síðast haldið í Namibíu árið 2017 þegar haldið var upp á 500 ára afmæli siðbótarinnar.

Þingið hófst með upphafsguðsþjónustu þar sem sr. Danielle Dokman ungur prestur frá Suriname predikaði á afar áhrifamikinn hátt.

Suriname er lítið land norðarlega í Suður-Ameríku.

Atlantshafið umlykur norðurströndina, en landið á landamæri að frönsku Guineu til austurs, Guyana til vesturs og Braslíu til suðurs.

Það er 165.000 ferkílómetrar og er minnsta land Suður- Ameríku.

Íbúar landsins eru 612.985 og eru íbúar aðallega afkomendur þræla frá Afríku og Asíu þegar Hollendingar réðu þar ríkjum.

Sjá nánar um landið hér.

Sr. Danielle predikði út frá frásögninni af því þegar vitringarnir leituðu barnsins í Betlehem og Heródes sat um líf þess, en þeir fóru og færðu barninu gull, reykelsi og myrru og héldu síðan aftur til lands síns.

Hún bar okkur saman við vitringana sem ferðuðust um langan veg til að finna barnið.

Þeir komu frá Austurlöndum, en við höfum komið frá austri, vestri, suðri og norðri til þessa þings.

Samt erum við öll ein fjölskylda, fjölskylda Lútherska Heimssambandsins.

Sr. Danielle lék sér af snilld með hugtökin Einn líkami, einn andi, ein von.

Hún talaði um ofbeldi, loftlagsvána og stríðshrjáð svæði.

Lagði hún mikla áherslu á samstöðu okkar sem einn líkami, í einum anda og með eina von.

Þannig getum gert uppreisn gegn óréttlæti heimsins.

Hún sagði meðal annars:

„Fólk er flutt milli landa og selt mansali enn þann dag í dag.

Fólk er myrt og því er mismunað vegna hörundslitar, kyns, trúar eða aðeins vegna þess að þau liggja vel við höggi.

Það gæti litið þannig út að Guð sé ekki til staðar, en einmitt þar sem fólki er mismunað kemur Guð til hjálpar.
.
Þegar allt virðist vonlaust vegna átaka og fólk neyðist til að leggja á flótta, þá er Guð með okkur í för.

Ég veit að það lítur út fyrir að veröldin sé komin á heljarþröm vegna stríða og loftlagsbreytinga, en ekki gefast upp vegna þess að Guð hefur ekki yfirgefið heiminn.

Við þjónum Guði sem er ekki hræddur um að við séum ekki nógu sterk til að takast á við vanda heimsins.

Guð gefur okkur kraft og kjark til að takast á við hvað sem er.

Það er von okkar í þessum heimi.“

Og hún heldur áfram:

"Andi Guðs vinnur ekki í anda Heródesar.

Andinn rís upp gegn öllu óréttlæti og finnur nýjar leiðir.

Þetta getur þýtt slæmar fréttir fyrir valdhafa heimsins.

Heródes reyndi að eyða allri mótstöðu gegn valdi hans svo hann yrði aðeins eini valkosturinn fyrir fólk.

Margir vilja vera eini valkosturinn í heiminum í dag.

Það veldur aðeins því að fólk er tekið til fanga, fólki er haldið frá upplýsingum til dæmis um stríð og loftlagsbreytingar og síðast en ekki síst veldur það fólki þjáningu.“


Að lokum sagði sr. Danielle:

„Rísum upp eins og stjarnan sem leiddi vitringana og hrópum um allan heim: það eru aðrar leiðir!

Guð er hér!

Andi Guðs er að verki hér!

Vonin er hér, já hér!

Af því að Guð hefur ekki yfirgefið heiminn, þá skulum við ekki heldur gefast upp.

Þetta er ekki tími til að fara í stríð, þetta er tími til að biðja og njóta samfélags við hvert annað.

Það er mikilvægt að boðun okkar sé samhljóma um óréttlætið í heiminum.“

Og lokaorð hennar voru:

„Komið fram með gull ykkar!

Komið fram með reykelsi ykkar!

Komið fram með myrru!

Komið fram með gjafir ykkar þó þær séu brotakenndar!

Komið fram með ykkur sjálf og við skulum vera Einn Líkami, fyrir einn anda í einni von.

Amen“

 

Myndir hér fyrir neðan eru af sr. Árna Svani Daníelssyni að leiða blaðamannfund með Dr. Musa forseta LWF og dr. Anne Burghardt framkvæmdastjóra LWF.

Þá er mynd af sr. Arnfríði Guðmundsdóttur í ræðustól og sr. Árna Svan í ræðustól og loks mynd yfir salinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Flóttafólk

  • Guðfræði

  • Lútherska heimssambandið

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Úkraína

  • Umhverfismál

  • Alþjóðastarf

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð