Ályktun frá Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúum þjóðkirkjunnar

14. september 2023

Ályktun frá Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúum þjóðkirkjunnar

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar þjóðkirkjunnar haf sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Við í kirkjunni finnum mjög til með hinsegin samfélaginu um þessar mundir þar sem nú er í gangi umræða þar sem það er talið hafa gengið of langt í því að fræða börn og unglinga um kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu.

Nú dynur því hatursorðræða, vanþekking og fordómar á hinsegin samfélaginu sem sum okkar tilheyra og margir tengjast og er kirkjunni dýrmætt.

Þetta er hluti af því ömurlega bakslagi sem hefur verið í réttindabaráttu og sýnileika hinsegin samfélagsins.

Það er hlutverk kirkjunnar að miðla kærleika og fjölbreytileika sköpunarinnar og við biðlum til presta, djákna, starfsfólks kirkjunnar og sjálfboðaliða allra að taka höndum saman og ræða í helgistundum, safnaðarstarfi og messum um það bakslag sem hinsegin samfélagið þarf að glíma við og kemur okkur öllum svo sannarlega við.

Því er nauðsynlegt að rödd kirkjunnar heyrist sem hæst og víðast og stuðningur okkar sé bæði sýnilegur í orði og á borði.

Réttindi hinsegin fólks eru réttindi okkar allra og fræðsla er nauðsynlegur hluti af því að tilheyra réttlátu og sanngjörnu samfélagi því það skiptir máli að við skiljum veruleika og tilfinningar hvers annars.

Við trúum því að allar manneskjur séu skapaðar í mynd Guðs og að allar manneskjur séu dýrmætar.

 

slg

  • Fræðsla

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Þjóðkirkjan

  • Ályktun

Diddú og Bergþór

Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

29. okt. 2024
...Diddú og Bergþór Pálsson
Nokkur mættu í Valgerðartísku á fyrirlesturinn

Mikið um dýrðir í Skálholti um síðastliðna helgi

29. okt. 2024
...fyrirlestur um Valgerði Jónsdóttur og Hallgrímsmessa
Forsíða vegna kynningar.jpg - mynd

Skírnarguðfræði Lúthers

29. okt. 2024
...lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi