Dr. Musa erkibiskup hvetur kirkjurnar til að vera leiðarljós vonar

14. september 2023

Dr. Musa erkibiskup hvetur kirkjurnar til að vera leiðarljós vonar

Dr. Panti Filibus Musa

Forseti Lútherska Heimssambandsins Dr. Panti Filibus Musa hvatti fulltrúa þingsins í opnunarræðu sinni að „halda einingu og von í sameiginlegu starfi sínu í samfélagi kirknanna.

Í heimi „þar sem ólíkar raddir tala getur verið hætta á aðskilnaði“ og því hvatti hann kirkjurnar til að „hlusta af virðingu“ og vera leiðarljós vonar í flóknum og óöruggum aðstæðum.

„Einn líkami, einn andi, ein von“ er yfirskrift og aðalefni Heimsþingsins sem haldið er af lúthersku kirkjunni í Póllandi.

Dr. Musa leit til baka á það sem gerst hefur frá síðasta Heimsþingi sem haldið var í Windhoek í Namibíu árið 2017.

Hann talaði um áhrif kóvid og minntist allra þeirra sem létu lífið í heimsfaraldrinum, en minntist um leið á samstöðunna og þrautsegjuna, sem aðildarkirkjurnar og Lútherska Heimssambandið sýndi á þessum tíma.

„Í brotakenndum heimi“ sagði hann „ þá studdum við hvert annað og báðum fyrir hvert öðru, auk þess að þjóna heiminum saman.

Þetta er merki um hvað samfélag er mikilvægt í öllum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.“

Þetta var mikilvægt þegar Lútherska Heimssambandið var stofnað eftir síðari heimstyrjöldina og heldur áfram að vera mikilvægt fyrir kirkjurnar okkar í dag þegar við svörum kallinu um að styðja fólk í neyð og vinna að friði og sáttargjörð í heiminum.“

Dr. Musa talaði um „hina ólgandi sögu“ Póllands, sérstaklega hvað varðar lútherska söfnuði, sem hafa lifað þrátt fyrir mikla kúgun í mörg ár.

Lútherska kirkjan í Póllandi er aðeins 0,1 prósent af þjóðinni, „en samfélag okkar“ sagði dr. Musa „hefur aldrei verið um fjölda heldur um trúmennsku okkar við Krist.

Kirkjur sem fást við fækkun meðlima sinna geta horft til þrautsegju pólsku kirkjunnar.“

 

Dr. Musa sem er erkibiskup í lúthersku kirkjunni í Nigeríu ræddi um hvað það þýðir að vera alþjóðlegt samfélag, þar sem fólk kemur frá svo mörgum löndum, menningarheimum og þjóðarbrotum.

Fyrir „stórkostlegt ríkidæmi náðar Guðs“ staðhæfði hann „höfum við komið saman til þess að taka þátt í því að vera einn andi sem Guð leiðir til sáttargjörðar."

„Á næstu dögum“ hélt dr. Musa áfram „munu fulltrúar kirknanna einbeita sér að einingu og von sem gefur okkur kraft til áframhaldandi starfs.

Þessi eining þýðir ekki að við eigum öll að vera eins heldur er það verk andans sem er sífellt að skapa, sætta og endurnýja.

Verkefni okkar er að greina og næra eininguna með vitnisburði um hina frelsandi náð Guðs.“


Erkibiskupinn nefndi nokkur dæmi um styrkleika Lútherska Heimssambandsins, sem hann tók eftir strax í upphafi þegar hann heimsótti starfið í Cameroon.

Hann fagnaði konum í leiðtogahlutverki kirknanna og benti á að fleiri kirkjur bætast alltaf í hóp þeirra kirkna sem vígja konur.

„En við verðum að gera betur“ sagði hann og hvatti allar kirkjur sambandsins til að kalla konur til leiðtogastarfa.


Dr. Musa ræddi um mikilvægi þess að kalla ungt fólk til ábyrgðastarfa innan kirknanna.

Lútherska Heimssambandið hvetur til að minnsta kosti 20% þátttöku ungs fólks í starfi kirknanna, en takmarkið er að valdefla ungt fólk til leiðtogahlutverka bæði að sviði sambandsins og á heimavelli.

„Von mín er sú að fleiri kirkjur taki þessa áskorun alvarlega“ sagði hann og lagði áherslu á orð sín.

Aðrar áskoranir sem hann nefndi var að svara kallinu um breyttar áherslur varðandi loftlagsbreytingar, friðarumleitanir og samtal við aðrar kirkjudeildir.

Hann nefndi hve þakklátur hann hafi verið fyrir að hafa verið boðið að taka þátt í Arctic circle í Reykjavík haustið 2022.

Í lokin þakkaði dr. Musa  öllum þeim sem hafa stutt hann í starfi síðast liðin sex ár og hvatti kirkjurnar til að standa saman.

Sagði hann að árið 2030 væru 500 ár frá því Ágsborgarjátningin var samþykkt og við þurfum að minnast þess.

Lokaorð hans voru þessi:

„Sundruð kirkja tekur þá áhættu að tapa trúverðugleika sínum.

Sameinuð kirkja býður leiðsögn.

Eining okkar birtist í samtali sem fer fram af virðingu þar sem við getum dýpkað trú okkar og skilning á köllun okkar og því hlutverki sem við höfum í brotakenndum heimi sem þjáist.“

Hér fyrir neðan er mynd af fulltrúum Íslands á Heimsþinginu: Sr. Árni Þór Þórsson, frú Agnes M. Sigurðardóttir, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

 

slgMyndir með frétt

 • Biskup

 • Flóttafólk

 • Guðfræði

 • Hjálparstarf

 • Kærleiksþjónusta

 • Lútherska heimssambandið

 • Prestar og djáknar

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Þing

 • Þjóðkirkjan

 • Alþjóðastarf

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu