Samkomulag um styrk til þjónustu við aðstandendur fanga

19. september 2023

Samkomulag um styrk til þjónustu við aðstandendur fanga

Guðmundur og sr. Sigrún undirrita samkomulagið

Í dag var undirritað samkomulag um styrk til þjónustu við aðstandendur fanga í Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Styrkþegi er Þjóðkirkjan - Biskupsstofa og forsvarsmaður og tengiliður er sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur.

Þetta er annað árið sem slíkur styrkur er veittur.

Þjónustan hefur hlotið heitið Bjargráð og er fyrir fjölskyldur og aðstandendur þar sem einhver nákominn annað hvort bíður eftir afplánun, er í afplánun eða er laus úr afplánun.

Þjónustan er veitt af aðilum sem eru menntaðir fjölskylduráðgjafar.

Þau Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Eiríkur Steinarsson fjölskyluráðgjafar voru ráðin til verksins.

Þau hafa sannarlega unnið þrekvirki við að koma þessari mikilvægu, en um leið viðkvæmu þjónustu af stað.

Þjóðkirkjan sér verkefninu fyrir fallegri umgjörð og aðstöðu í húsnæði sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Frú Agnes M. Sigurðardóttur biskup Íslands hefur frá upphafi sýnt verkefninu áhuga og stuðning.

Frá fyrsta fundi fangaprests með Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherra var ljóst að hans vilji stóð til að leggja sitt af mörkum til þess að ná til þessa viðkvæma hóps.

Það hafa verið ýmsar hindranir á leið þessa fyrsta starfsárs Bjargráðs, en með reynslu, hugsjón og seiglu í farteskinu hefur þeim Jennýju og Eiríki tekist að ná til fjölda fólks sem finnur sig í flókinni og erfiðri stöðu.

Full þakklætis halda þau sem að verkefninu standa áfram veginn.

slgMyndir með frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu