Nýr organisti og kórstjóri

21. september 2023

Nýr organisti og kórstjóri

Erla Rut Káradóttir

Erla Rut Káradóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Háteigskirkju í stað Guðnýjar Einarsdóttur sem hefur verið ráðin Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Erla Rut er fædd árið 1989 og er með kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Hún er með BA í mannfræði frá Háskóla Íslands og lauk BA í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Erla Rut hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur frá árinu 2015.

Hún býr í Háteigssókn með eiginmanni sínum og þremur börnum og hefur þegar hafið störf að hluta.

Erla Rut hefur tekið við stjórn Perlukórsins, barna– og unglingakórs Háteigskirkju, og mun taka við öðrum verkefnum organista og
kórstjóra á næstu vikum.

„Við bjóðum Erlu Rut hjartanlega velkomna til starfa við Háteigskirkju og hlökkum til samstarfsins við hana”

segir í frétt frá Háteigskirkju.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Starf

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju