Nýr organisti og kórstjóri

21. september 2023

Nýr organisti og kórstjóri

Erla Rut Káradóttir

Erla Rut Káradóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Háteigskirkju í stað Guðnýjar Einarsdóttur sem hefur verið ráðin Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Erla Rut er fædd árið 1989 og er með kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Hún er með BA í mannfræði frá Háskóla Íslands og lauk BA í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Erla Rut hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur frá árinu 2015.

Hún býr í Háteigssókn með eiginmanni sínum og þremur börnum og hefur þegar hafið störf að hluta.

Erla Rut hefur tekið við stjórn Perlukórsins, barna– og unglingakórs Háteigskirkju, og mun taka við öðrum verkefnum organista og
kórstjóra á næstu vikum.

„Við bjóðum Erlu Rut hjartanlega velkomna til starfa við Háteigskirkju og hlökkum til samstarfsins við hana”

segir í frétt frá Háteigskirkju.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Starf

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustaðir

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.