Höfðinglegar gjafir

2. október 2023

Höfðinglegar gjafir

Guðmundur Kristjánsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson og sr. Bjarni Þór Bjarnason

Í sumar hafa verið gerðar gagngerar breytingar á safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.

Kirkjan var vígð í febrúar árið 1989 og fagnar því 35 ára afmæli sínu á næsta ári.

Safnaðarheimilið hefur á þessum árum verið í mjög mikilli notkun, bæði í hinu fjölbreytta safnarstarfi kirkjunnar og fyrir fundi og veisluhöld.

Því var kominn tími á að gera því til góða.

Breytingarnar felast í því að heimilið hefur verið stækkað sem nemur hinu upprunalega eldhúsi og við það bætast 30 sæti svo nú rúmar það 100 manns.

Eldhúsið hefur verið fært þangað sem áður voru lítið notaðar snyrtingar.

Tveir höfðingjar sem báðir búa á Seltjarnarnesi fjármögnuðu að fullu þessar breytingar, auk þess að gefa til heimilisins alveg ný húsgögn, borð og stóla.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Svönu Helen Björnsdóttur, sem er formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju og spurði hana um þessa miklu hátíð, sem haldin var í kirkjunni í gær af því tilefni að nýja safnaðarheimilið var formlega tekið í notkun.

Svana Helen sagði:

„Við færðum velunnurun kirkjunnar, þeim Guðmundi Ásgeirssyni og Guðmundi Kristjánssyni og fjölskyldum þeirra, hugheilar þakkir fyrir að fjármagna þessa miklu framkvæmd.

Þeir eru fyrirmyndir fólks sem vill leggja samfélagi sínu lið með uppbyggilegum og óeigingjörnum hætti.

Eldhús safnaðarheimilisins hefur verið endurnýjað og fært til í húsinu.

Hreinlætis- og salernisaðstaða hefur verið bætt og einnig hafa húsgögn verið endurnýjuð.

Fjölgað hefur verið sætum og rúmast nú mun fleira fólk í sæti en fyrr.

Sem þakklætisvott fyrir dýrmætan stuðning var þeim færð árituð bók sem, dr. Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðingur og sóknarnefndarmaður í Seltjarnarneskirkju, hefur ritað um áhrifasögu Saltarans.

Hún fjallar um Davíðssálma í sögu og samtíð.

Efnið er afar umfangsmikið og vitnar um ótrúlega víðtæk áhrif Sálmanna á flestum sviðum mannlífsins, jafnt í gyðingdómi og kristni.“

Hverjir hafa komið að þessari framkvæmd?

„Það hafa ýmsir komið að þessari framkvæmd sem staðið hefur yfir frá því í byrjun júní fyrr á þessu ári.

Ingimar Sigurðsson kirkjuvörður hefur verkstýrt framkvæmdinni og gætt þess að hafa sóknarnefndina með í ráðum.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarpresturinn okkar hefur tekið virkan þátt í verkefninu.

Síðast en ekki síst hefur Þór Sigurðsson yfirsmiður verksins verið helsti framkvæmdaaðili verksins.

Án hans fagmennsku hefði verkið ekki lukkast svona vel.“

 

Að lokum sagði Svana Helen:

„Það eru allir íbúar Seltjarnarness velkomnir að líta við í Seltjarnarneskirkju og skoða safnaðarheimilið, sem er eins og presturinn okkar segir alltaf, "okkar annað heimili".

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og mynd af Ingimar Sigurðssyni kirkjuverði í nýja eldhúsinu.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði