Fjölbreytt tónlistarlíf í Hallgrímskirkju

4. október 2023

Fjölbreytt tónlistarlíf í Hallgrímskirkju

Anna Þorvaldsdóttir tónskáld

Föstudaginn 6. október kl. 18:00 verða haldnir tónleikar í Hallgrímskirkju, sem eru helgaðir verkum Önnu Þorvaldsdóttur.

Eru þeir haldnir í samstrfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Í frétt frá Hallgrímskirkju segir að á þessum föstudagstónleikum „hljómi í upphafi hljómsveitarverkið METACOSMOS, þar sem fegurð og óreiða takast á.

Þá tekur við innilegur sálmur Önnu fyrir kór, Heyr þú oss himnum á, saminn árið 2005 við sálm séra Ólafs frá Söndum sem uppi var á 17. öld.

Við tekur önnur hrífandi tónsetning Önnu á ljóði, en Ad Genua er fyrir sópran, kór og strengjasveit og er samið við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur.

Að lokum verður hljómsveitarverk Önnu, ARCHORA, flutt undir stjórn Evu Ollikainen en Eva hélt einnig um tónsprotann við heimsfrumflutning verksins á Proms, tónlistarhátíð breska ríkisútvarpsins BBC, í Royal Albert Hall sumarið 2022.

Verkið var flutt í orgellausri útgáfu í Eldborg haustið 2022 en að þessu sinni fær hið glæsilega Klais-orgel Hallgrímskirkju að njóta sín."

Þau sem fram koma á þessum tónleikum eru:

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Bryndís Guðjónsdóttir, sópran

Kór Hallgrímskirkju

Steinar Logi Helgason, kórstjóri

Björn Steinar Sólbergsson, orgel

Eva Ollikainen, stjórnandi

Nánar má sjá um tónleikana á heimasíðu kirkjunnar  og hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 


Laugardaginn 7. október kl. 12:00 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju.

Þá leikur Steingrímur Þórhallsson á orgel og Pamela De Sensi leikur á flautu.

Frumflutt verða tvö verk fyrir flautu og orgel hið fyrra eftir Eduardo Dinelli og seinna eftir Steingrím Þórhallsson.

Einnig verður flutt verkið Tvær hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom, fyrir alt flautu og orgel, eftir Steingrím Þórhallsson sem frumflutt var í Hallgrímskirkju árið 2018 og orgelverk Felix Mendelssohn úr sónötu 4, MWV W 59 III. Allegretto IV. Allegro maestoso e vivace.

Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar

Hér fyrir neðan má sjá myndir af listafólkinu.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði