Kirkjutónlistarráðstefna í Skálholti

5. október 2023

Kirkjutónlistarráðstefna í Skálholti

Evrópsku kirkjutónlistarsamtökin  European Conference for Protestantic Church Music héldu árlega ráðstefnu sína í Skálholti dagana 21.-25. september síðastliðinn.

Það eru rúmlega 40 kirkjulegar stofnanir í 20 löndum sem eiga aðild að samtökunum og hafa þau starfað í rúm 20 ár.

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar er fulltrúi Íslands í samtökunum og Margrét Bóasdóttir, fráfarandi söngmálastjóri hafði skipulagt ráðstefnuna með stjórn samtakanna.

Þátttakan var sérlega góð og voru 48 fulltrúar, fyrirlesarar og gestir mættir til landsins.

Ráðstefnan hófst með setningu í Hallgrímskirkju þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir ávarpaði gesti, og einnig formaður samtakanna, Hans Christian Hein frá Danmörku og Guðný Einarsdóttir nýráðinn söngmálastjóri.

Kári Þormar lék á orgel kirkjunnar og viðstaddir sungu sálm á þýsku úr nýju sálmabókinni.

Síðan var kvöldverðarboð í Biskupsgarði áður en haldið var í Skálholt.

Ráðstefnur samtakanna eru í Strasbourg, en annað hvert ár í einu aðildarlandanna og er þá markmiðið að kynna tónlist og tónlistarstarf þeirrar kirkju.

Tungumál ráðstefnunnar er þýska en enska í undantekningartilfellum.

Í Skálholti fluttu fyrirlestra sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti, dr. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og Margrét Bóasdóttir.

Umfjöllunarefnin voru hin íslenska kirkja frá árinu 1000, trú og tónlist í Skálholti í 800 ár, söngur og útgáfa eftir siðaskipti og staða kirkjutónlistarinnar í samtímanum.

Erindin vöktu mikinn áhuga og fjölþættar fyrirspurnir.

Skálholtskórinn og Jón Bjarnason organisti fluttu íslensk kórverk og orgelverk eftir J.S. Bach á kvöldtónleikum og allur hópurinn tók þátt í messu sunnudagsins í Skálholtskirkju og söng bæði íslenska sálma og styttri verk sem fulltrúar aðildarlandanna höfðu kynnt á ráðstefnunni.

Hópurinn fór í sögugöngu um staðinn, að Gullfossi og Geysi, á Þingvöll og í Friðheima og síðasta daginn í ferð um suðurströnd landsins undir leiðsögn Margrétar.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur var allur aðbúnaður í Skálholti var til fyrirmyndar og það voru þakklátir ráðstefnugestir sem kvöddu og deildu fjölbreyttu myndefni af staðnum, landslagi og dagskrá á samfélagsmiðlum.


slg



Myndir með frétt

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju