Bleikur október í Ástjarnarkirkju

6. október 2023

Bleikur október í Ástjarnarkirkju

Ástjarnarkirkja böðuð norðurljósum

Bleikur október er víða haldinn í heiðri í kirkjum landsins í þessum mánuði.

Bleikur október er haldinn til að minna á konur sem þjást af krabbameini og sýna þeim samstöðu.

Í þessum mánuði má finna marga kirkjulega viðburði þar sem safnað er bæði fyrir Krabbameinsfélagið og Ljósið.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Nánar má sjá um Ljósið hér.

Bleikur október verður haldinn hátíðlegur í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði enda málefnið þarft og snertir hverja fjölskyldu.

Fulltrúi frá Krabbameinsfélagi Íslands heimsækir eldri borgara 11. október með fræðslu og Bleika slaufu, sem seld er til styrktar félaginu, en 11. október er einmitt Bleiki dagurinn.

Nánar má sjá um Krabbameinsfélagið hér.

Bleik guðsþjónusta verður síðan haldin 15. október kl. 17:00.

Hjónin Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún sjá um tónlistarflutning og Sólveig Ása Tryggvadóttir miðlar af reynslu sinni en hún hefur háð krefjandi baráttu við sjúkdóminn.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á bleika slaufuköku með rjóma og fleira góðgæti.

Kirkjan verðuð böðuð bleikri birtu.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Eldri borgarar

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall