Hollvinafélög eru til eftirbreytni

10. október 2023

Hollvinafélög eru til eftirbreytni

Flóamarkaður

Víða er þörf á því að söfnuðir landsins eigi góða vini sem styrkja starfið.

Sóknargjöldin lækka og víða standa þau ekki undir öllu því fjölbreytta starfi sem unnið er í söfnuðum landsins.

Sums staðar hafa verið stofnuð hollvinasamtök sem vinna markvisst að því að styrkja starfið.

Eitt slíkt starfar við Breiðholtskirkju.

Í lok september var félagið með flóamarkað til styrktar kirkjunni.

Formaður félagsins er Guðrún Júlíusdóttir.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við hana og spurði hana um félagið.

 

„Hollvinafélag Breiðholtskirkju var stofnað 11. september árið 2011.

Tilgangur félagsins er að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Breiðholtskirkju og auðga menningarlíf í Breiðholti."

 

Í lok september voruð þið með flóamarkað.

Hvað hafið þið fleira gert til fjáröflunar?

„Helstu fjáraflanir hafa verið að selja kökur, sultur og ýmislegt á söluborði í Mjóddinni og svo höfum við haldið flóamarkaði, þar sem fólk færir okkur dót úr geymslunni, föt og aðra muni.“

 

Hvað starfa margir í félaginu?

„Við erum með 64 skráða félaga sem greiða okkur árgjald.“

 

Í hverju felast aðallega styrkir ykkar til safnaðarins?

„Við höfum verið með þorragleði, kótilettudag, laufabrauðsgerð og svo höfum við stutt barnastarfið.

Venjulega fáum við óskir og ákveðum styrki í framhaldi af því eftir efnum og ástæðum.“


Myndir þú ráðleggja fleiri söfnuðum að stofna hollvinafélög?

„Auðvitað mæli ég með svona félögum til að styðja við kirkjurnar okkar“

sagði Guðrún að lokum.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söfnun

  • Hjálparstarf

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall