130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

12. október 2023

130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

Páll Ísólfsson

Í dag, 12. október, eru liðin 130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar organista.

Hann var bæði orgel- og píanóleikari, hljómsveitar- og söngstjóri svo og tónskáld.

Páll gegndi mörgum störfum, en aðalstarf hans var að hann var dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil.

Páll var einn af forystumönnum í íslensku tónlistarlífi og mikill áhrifavaldur í kirkjumenningu og íslenskri tónlistarsögu.

Dómkirkjusöfnuðurinn og Tónskóli þjóðkirkjunnar minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október næstkomandi kl. 11:00.

Þar munu tveir af nemendum Tónskólans þeir Hrafnkell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson taka þátt í messunni.

Þeir leika forspil og eftirspil eftir Pál og Max Reger, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Regers.

Hann var meðal kennara Páls við tónlistarháskólann í Leipzig þar sem hann stundaði nám.

Kl. 12:30 sama dag flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls.

 

„Hér er á ferðinni mjög áhugaverður viðburður um íslenska tónlistarsögu og kirkjumenningu“

segir í frétt frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Fræðsla

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður