130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

12. október 2023

130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar

Páll Ísólfsson

Í dag, 12. október, eru liðin 130 ár frá fæðingu Páls Ísólfssonar organista.

Hann var bæði orgel- og píanóleikari, hljómsveitar- og söngstjóri svo og tónskáld.

Páll gegndi mörgum störfum, en aðalstarf hans var að hann var dómorganisti við Dómkirkjuna í Reykjavík um árabil.

Páll var einn af forystumönnum í íslensku tónlistarlífi og mikill áhrifavaldur í kirkjumenningu og íslenskri tónlistarsögu.

Dómkirkjusöfnuðurinn og Tónskóli þjóðkirkjunnar minnast þessara tímamóta með messu í Dómkirkjunni þann 15. október næstkomandi kl. 11:00.

Þar munu tveir af nemendum Tónskólans þeir Hrafnkell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson taka þátt í messunni.

Þeir leika forspil og eftirspil eftir Pál og Max Reger, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Regers.

Hann var meðal kennara Páls við tónlistarháskólann í Leipzig þar sem hann stundaði nám.

Kl. 12:30 sama dag flytur Bjarki Sveinbjörnsson fyrirlestur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar um ævi og störf Páls.

 

„Hér er á ferðinni mjög áhugaverður viðburður um íslenska tónlistarsögu og kirkjumenningu“

segir í frétt frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði