Skemmtilegar orgelkynningar fyrir börn víða um land

12. október 2023

Skemmtilegar orgelkynningar fyrir börn víða um land

Krakkar byggja orgel

Síðustu daga hafa farið fram ýmsar uppákomur fyrir börn þar sem kynnt hefur verið eitt aðalhljóðfæri kirkjunnar, sem er orgelið.

Í Keflavíkurkirkju flutti Friðrik Vignir Stefánsson,sem er organisti við Seltjarnarneskirkju dagskrá sem hann kallar Bach fyrir börnin.

Nú fer fram í Keflavíkurkirkju orgeltónleikaröðin Orgóber í október.

Á Austfjörðum voru Orgelkrakkar  á ferð milli fjarða með orgelvinnusmiðju í skólum og kirkjum á öllum þéttbýlisstöðum Austfjarða.

Einnig voru haldnir tónleikar bæði í Norðfjarðarkirkju, Egilsstaðakirkju og Seyðisfjarðarkirkju.

Orgelkrakkaverkefnið er skipulagt af þeim Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista í Akureyrarkirkju og Guðnýju Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í samvinnu við starfsfólk kirknanna á hverjum stað.

„Það er mikilvægt að gleyma ekki hversu skemmtileg sérstaða kirkjunnar og hefð hennar getur verið.

Glöggt má sjá á þessum skemmtilegu myndum hvað bæði börn og foreldrar skemmta sér vel og sýna áhuga á þessu stórmerka hljóðfæri sem orgelið er“

segir Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju