Leikmannstefna þjóðkirkjunnar

13. október 2023

Leikmannstefna þjóðkirkjunnar

Biskup Íslands boðar til Leikmannastefnu á morgun 14. október.

Leikmannastefnan í ár hefst kl. 10:00 með setningu biskups Íslands, frú Agnesar M. Sigurðardóttur.

Klukkan 10:30 er kosning fundarstjóra og skipun tveggja ritara.

Þá er skýrsla leikmannaráðs, sem formaður Leikmannaráðs Ágúst Victorsson flytur.

Klukkan 11:30 flytur Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings erindi um breytt umhverfi þjóðkirkjunnar.

Klukkan 12:00 er léttur hádegisverður og klukkan 12:45 flytur Stefán Magnússon erindi um breytingar á starfsreglum Leikmannastefnu.

Klukkan 13:15 flytur Steindór R. Haraldsson erindi um samstarf eða sameiningu Leikmannastefnu og Sóknarsambands.

Klukkan 13:30 verður kynning á Hjálparstarfi kirkjunnar og Kristniboðssambandinu, sem Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálpastarfs kirkjunnar og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri frá Kristniboðssambandinu sjá um.

Klukkan 14:00 verður kaffi og klukkan 14:15 kosningar, ályktanir og önnur mál.

Klukkan 15:15 verður móttaka biskups í Grensáskirkju og klukkan 16:00 verða slit Leikmannastefnu.


Leikmannastefna fjallar um málefni leikmanna, hlutverk og störf sókna og sóknarnefnda, svo og um starf kristilegra félagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins.

Stefnan kemur sameiginlega fram fyrir hönd leikmanna, sókna og sóknarnefnda gagnvart stjórnvöldum, stofnunum kirkjunnar, starfsmönnum hennar og samtökum þeirra svo og öðrum aðilum eftir því, sem við á.

Hún eflir þátttöku leikmanna í starfi kirkjunnar og kynni þeirra sín á milli.

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn alls 36 fulltrúar.

Fulltrúarnir koma frá þessum prófastsdæmum:

Suðurprófastsdæmi 4 fulltrúar.

Kjalarnessprófastsdæmi 5 fulltrúar.

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 5 fulltrúar.

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 5 fulltrúar.

Vesturlandsprófastsdæmi 4 fulltrúar.

Vestfjarðaprófastsdæmi 3 fulltrúar.

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 3 fulltrúar.

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi 4 fulltrúar.

Austurlandsprófastsdæmi 3 fulltrúar.

Auk þess sitja Leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétt:

Biskup Íslands eða fulltrúi hans.

Forseti kirkjuþings eða varaforseti.

Leikmenn á kirkjuþingi.

Aðrir þeir sem biskup Íslands tilnefnir hverju sinni í samráði við leikmannaráð.

Fulltrúi frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan þjóðkirkjunnar.

Leikmannaráð:

Fulltrúar leikmannastefnu kjósa leikmannaráð úr hópi leikmanna til fjögurra ára.

Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum.

Leikmannastefna getur samþykkt að auka fjölda fulltrúa í leikmannaráði.


slg


  • Fræðsla

  • Fundur

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði