Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju

13. október 2023

Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju

Barnahátíð í Bústaðakirkju

Sunnudaginn 15. október verður dagur barnanna í Bústaðakirkju.

Þá verður listahátíð barnanna bæði fyrir og eftir hádegið.

Listahátíð barnanna er hluti af Bleikum október í Bústaðakirkju, þar sem Barnakór Fossvogs og nemendur TónGraf og TónFoss munu taka þátt, ásamt Skólahljómsveit Austurbæjar.

Klukkan 11:00 á sunnudaginn mun barnakór Fossvogs syngja við barnamessu morgunsins.

Meðlimir barnakórsins eru forskólanemendur TónFoss.

Þá verða meðal annars flutt lög eftir Auði Guðjohnsen kórstjóra, undir stjórn Auðar og Sævars Helga Jóhannssonar við meðleik Jónasar Þóris, kantors í Bústaðakirkju.

Þá verður Biblíusagan á sínum stað, barnasálmarnir og bænirnar.

Að athöfn lokinni verður samvera í safnaðarheimilinu með léttum veitingum, iðju fyrir börnin, leikföngum, litum og góðu samfélagi.

Séra Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli, Bára og Jónas Þórir, ásamt leiðtogum munu leiða stundina.

Listahátíð barnanna heldur áfram eftir hádegið, kl. 13:00 þar sem Skólahljómsveit Austurbæjar mun leika í fjölskylduguðsþjónustu dagsins.

Nemendur TónGraf og TónFoss munu jafnframt leika listir sínar á fiðlu, þverflautu og píanó.

Flytjendur eru ýmist á grunn- mið- eða framhaldsstigi.

Séra Þorvaldur Víðisson mun flytja stutta hugvekju og þjóna ásamt messuþjónum.

Á Listahátíð barnanna verður því sannkölluð tónlistarveisla í boði unga fólksins í Bleikum október í Bústaðakirkju.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði