Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags

16. október 2023

Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags

Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags á morgun 17. október til að „styðja öll þau sem þjást í stríðinu og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi" segir í yfirlýsingu frá 13. október.

„Auk þess hvetjum við alla aðila til lægja öldurnar til þess að bjarga saklausum borgurum“ segir í yfirlýsingunni þar sem hvatt er til að gera viðeigandi ráðstafanir til að forða yfirvofandi hörmungum á Gaza.

„Landið helga hefur tekið dramatískum breytingum á einni viku“ segir í yfirlýsingunni.

„Við erum nú vitni að nýrri tegund ofbeldis með óréttlætanlegum árásum á óbreytta borgara.“

Þar sem spenna hefur aukist og saklaust fólk geldur hana dýru verði segja kirkjuleiðtogarnir:

„að rýma norður hluta Gaza og biðja 1,1 milljón íbúa – meðal annars fólk úr kirkjudeildum okkar- að flýja til suðurs innan 24 tíma mun aðeins auka þessar hræðilegu hörmungar“

segir í yfirlýsingunni.

„Íbúar á Gaza hafa verið sviptir rafmagni, vatni, eldsneyti, fæðu og lyfja.“

Alkirkjuráðið biður allar aðildarkirkjur sínar og allt góðviljað fólk að sameinast í bæn fyrir friði, til að hjálpa þeim sem þjást og hafa misst ástvini sína.

Nánar má sjá á vefslóðum hér fyrir neðan:

Jerusalem Heads of Churches urge addressing humanitarian crisis in Gaza (WCC news release 13 October 2023)

WCC calls for a new approach to conflict in Palestine and Israel (WCC news release 13 October 2023)

Church leaders in Holy Land call for de-escalation, respect for human rights (WCC news release 12 October 2023)

Service of Lament for Palestine and Israel: “we solidly believe in the sanctity of life” (WCC news release 12 October 2023)

WCC urgently appeals for immediate ceasefire in Israel and Palestine (WCC news release 7 October 2023)



slg


  • Ályktun

  • Flóttafólk

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024
...hefur störf með nýkjörnum biskupi Íslands
Háteigskirkja

Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024
...umsóknarfrestur rann út 14. maí