Opin aðalæfing á sálumessu Mozarts

20. október 2023

Opin aðalæfing á sálumessu Mozarts

Sálumessa Mozarts verður flutt á Óperudögum af Hátíðarkór Óperudaga, í samvinnu við Hallgrímskirkju og Norðuróp.

Kórstjóri er Steinar Logi Helgason og Lára Bryndís Eggertsdóttir spilar með á orgel.

Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að áheyrendum er boðið að syngja með í kórunum í „sing along“ stíl og því um einstakt tækifæri að ræða til að syngja þetta fallega verk í miklum fjöldasöng.

Tónleikagestir sem vilja syngja með eru eindregið hvattir til að taka með eigin nótur.

Takmarkað upplag verður til láns við dyrnar en þeim sem vilja eignast nótur er bent á Tónastöðina.

Flytjendur eru:

Hátiðarkór Óperudaga, Bryndís Guðjónsdóttir, sem syngur sópran, Guja Sandholt, sem syngur mezzó-sópran, Gissur Páll Gissurarson, sem syngur tenór og Jóhann Smári Sævarsson, sem syngur bassa.

Stjórnandi er Steinar Logi Helgason og organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.


Opin aðalæfing.

Laugardaginn 21. október klukkan 10:00-12:00 í Hallgrímskirkju verður opin aðalæfing í Hallgrímskirkju.

Tónleikagestir sem hyggjast syngja með eru hvattir til að mæta og er aðgangur ókeypis!

Þetta er einstakt tækifæri fyrir þau sem alltaf hefur dreymt um að syngja þetta fallega verk Mozarts.


Nánar má sjá um viðburðurinn hér.

og á heimasíðu kirkjunnar.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði