Stofnun Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ

25. október 2023

Stofnun Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Hinn 27. október á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að skáldpresturinn Hallgrímur Pétursson lést.

Vænta má að 350. ártíðar Hallgríms verði víða minnst og einkum á þeim stöðum sem þau hjónin Guðríður Símonardóttir og Hallgrímur bjuggu.

Þau áttu heima í Saurbæ frá árinu 1651 til 1668 og og þar samdi Hallgrímur Passíusálmana.

Þess vegna er kirkjan í Saurbæ kennd við nafn hans.

Að sögn sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar fyrrum vígslubiskups í Skálholti og núverandi ábúanda í Saurbæ

„er fullur vilji til þess að 350. ártíðar Hallgríms verði minnst með veglegum hætti Í Saurbæ, meðal annars með því að setja nýjan stein á leiði Hallgríms með nöfnum hans og Guðríðar, endurbyggja Hallgrímslind, leggja betri stíg að Hallgrímssteini og merkja betur þessa staði og leiðir að þeim.“

Dr. Torfi Stefánsson Hjaltalín hefur unnið að skrifum nýrrar ævisögu Hallgríms í þrjú ár og vonast er til að hægt verði að gefa hana út á næsta ári.

Að sögn sr. Kristjáns Vals hefur „Saurbæjarsókn og Hallgrímskirkja í Saurbæ enga burði til að standa að 350. ártíð Hallgríms Péturssonar án stuðnings.

Þess vegna hefur verið ákveðið að stofna Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Stofnfundur hefst í kirkjunni föstudaginn 27. október klukkan 19:30.

Síðan verður dagskrá með erindum og tónlist um kvöldið en einnig næstu tvo daga á Hallgrímsdögum.“

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði