Hallgrímsdagar á hausti

26. október 2023

Hallgrímsdagar á hausti

Kirkjan.is sagði frá því í gær að á morgun föstudaginn 27. október kl. 19:30 verður stofnfundur Hollvinafélags Hallgrímskirkju  í Saurbæ.

Í kjölfar stofnunarinnar verða haldnir Hallgrímsdagar að hausti.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur ábúanda í Saurbæ hefst Hallgrímsvakan strax að lokinni stofnuninni eða klukkan 20:00 á föstudagskvöld.

Þá mun dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín halda erindi sem hann nefnir Landssöfnunin og byggingarsaga kirkjunnar sem ekki var reist.

Þá leikur Laufey Sigurðardóttir partítu í E dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J. S. Bach.

Þorsteinn Helgason, prófessor emeritus flytur erindi sem hann nefnir:

Bréfaskóli Hallgríms Péturssonar.

 

Laugardaginn 28. október kl. 17:00 hefst dagskráin að nýju með kórtónleikum.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytur fjölbreytta efnisskrá.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

 

Sunnudaginn 29. október kl. 11.00 er hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Prestur verður sr. Þóra Björg Sigurðardóttir  prestur í  Garða- og Saurbæjarprestakalli og sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti predikar.

Kór Saurbæjarprestakalls hins forna og Margrét Bóasdóttir sópran syngja.

Organisti verður Zsuzsanna Budai.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Guðfræði

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð