Hallgrímsdagar á hausti

26. október 2023

Hallgrímsdagar á hausti

Kirkjan.is sagði frá því í gær að á morgun föstudaginn 27. október kl. 19:30 verður stofnfundur Hollvinafélags Hallgrímskirkju  í Saurbæ.

Í kjölfar stofnunarinnar verða haldnir Hallgrímsdagar að hausti.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur ábúanda í Saurbæ hefst Hallgrímsvakan strax að lokinni stofnuninni eða klukkan 20:00 á föstudagskvöld.

Þá mun dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín halda erindi sem hann nefnir Landssöfnunin og byggingarsaga kirkjunnar sem ekki var reist.

Þá leikur Laufey Sigurðardóttir partítu í E dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J. S. Bach.

Þorsteinn Helgason, prófessor emeritus flytur erindi sem hann nefnir:

Bréfaskóli Hallgríms Péturssonar.

 

Laugardaginn 28. október kl. 17:00 hefst dagskráin að nýju með kórtónleikum.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytur fjölbreytta efnisskrá.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

 

Sunnudaginn 29. október kl. 11.00 er hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Prestur verður sr. Þóra Björg Sigurðardóttir  prestur í  Garða- og Saurbæjarprestakalli og sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti predikar.

Kór Saurbæjarprestakalls hins forna og Margrét Bóasdóttir sópran syngja.

Organisti verður Zsuzsanna Budai.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Guðfræði

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður