Jafnlaunavottun Þjóðkirkjunnar

27. október 2023

Jafnlaunavottun Þjóðkirkjunnar

Þjóðkirkjan hlaut jafnlaunavottun í október 2022 samkvæmt jafnlaunastaðli IST 85:2012.

Jafnlaunaúttekt, þ.e. viðhaldshúttekt, fór fram núna í lok október 2023.

Launagreining hefur verið framkvæmd og hefur utanaðkomandi úttektaraðili framkvæmt innri úttekt.

Ánægjulegt er að segja frá því að óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast enginn og frávik telst óverulegt eða 0,1% og hefur minnkað á milli ára.

Stjórnendur Þjóðkirkjunnar leggja metnað í að vinna að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu samkvæmt ákvæðum jafnréttislaga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og að sömu laun sé greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf óháð kyni, sem og annarra laga og krafna er snúa að jafnréttismálum.

Jafnréttisstefnu Þjóðkirkjunnar má finna hér og jafnlaunastefnu Þjóðkirkjunnar hér. 


slg



  • Þjóðkirkjan

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní