Kirkjuþing 2023-2024 sett á morgun

27. október 2023

Kirkjuþing 2023-2024 sett á morgun

Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju í Reykjavík á morgun laugardaginn 28. október klukkan 10:00.

Þingið verður síðan haldið í Háteigskirkju.

Víða hafa verið haldin leiðarþing til að kynna þingmál sem tekin verða fyrir.

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra héldu sameiginlegt leiðarþing í Breiðholtskirkju fimmtudagskvöldið 19. október.

Fundarstjóri var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Fólk sem situr á kirkjuþingi kynnti málin.

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir tók að sér að kynna 1. mál, 2. mál og 3. mál.

1. mál er skýrsla þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, skýrsla biskups Íslands og framkvæmdanefndar.

2. mál fjallar um fjárhagsáætlun næsta árs og er gert ráð fyrir 18 milljón króna halla.

Í skýrslunni kemur fram að 74% af tekjum kirkjunnar fara í launagjöld.

Hagræðingarkrafan er 2 %.

Gert er ráð fyrir 432 milljónum í Jöfnunarsjóð sókna, 22 milljónum í Kristnisjóð og 60 milljónum í Skálholt og Skjólið.

3. mál fjallar um sölu fasteigna.

Í því máli er gert ráð fyrir söluheimild til fjögurra ára.

Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson kynnti 4. mál og 16. mál.

4. mál er skýrsla starfshóps um húsnæði fyrir Þjónustumiðstöð kirkjunnar.

Er þetta mjög ítarleg skýrsla og í henni eru settar niðurstöður sem má kynna sér á vef kirkjuþings.

Þá kynnti hann einnig úttekt sem gerð var á sameiningum prestakalla, en könnun var gerð á því hvernig hefur til tekist.

16. mál er að sögn sr. Sigurðar Grétars aðeins formsatriði, en það fjallar um sameiningu sókna á Suðurnesjum, Ytri-Njarðvíkursókn og Njarðvíkursókn, en það hefur verið samþykkt á báðum aðalsafnaðarfundum sóknanna.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir kynnti 6. mál, 7. mál, 24. mál, 8. mál, 10. mál, 9. mál og 17. mál.

6. mál  eru starfsreglur um presta í ljósi nýrra laga.

Í því eru ekki efnislegar breytingar, heldur aðlögun.

Starfsreglurnar eru styttar og í þeim eru til að mynda ekki starfslýsingar.

Biskup Íslands er yfirmaður presta og tilgreint er hvert hlutverk sóknarpresta og presta er.

7. mál er starfsreglur um prófasta.

Eins og með starfsreglur presta þá er allt einfaldað.

24. mál er um nýtt stiftsráð sem er ráðgefandi ráð fyrir biskupana.

Biskup Íslands yrði forseti stiftsráðsins.

8. mál er um breytingar á starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

10. mál er líka um breytingar á kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Í því er fallið frá tilnefningakerfinu og horfið til þess að fólk bjóði sig fram með 40-60 manna stuðningi.

9. mál er um breytingar á starfsreglum um söfnuði og sóknarnefndir.

Aðallega er um að ræða tvær breytingar:

Í fyrsta lagi er ekki heimilt að fela öðrum umboð á aðalsafnaðarfundum og í öðru lagi er sett inn heimild varðandi aukaaðalsafnaðarfund.

17. mál er um starfsreglur um Þjónustumiðstöð kirkjunnar.

„Í því máli er verið að einfalda regluverkið“ sagði sr. Bryndís Malla.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir kynnti 11. 12. og 13. mál.

11. mál  er um skipan nefndar til að kanna möguleika á að rýmka kosningar til kirkjuþings, biskups Íslands og vígslubiskupa.

Andi tillögunnar er að beint lýðræði verði tekið upp í áföngum.

12. mál er um að vígslubiskupar gegni prófastsskyldum í sínum prófastsdæmum, vígslubiskupinn í Skálholti í Suðurprófastsdæmi og vígslubiskupinn á Hólum í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

13. mál er um fjölgun prestsstarfa í Vestfjarðarprófastsdæmi.

Sr. Elínborg Sturludóttir kynnti 14. og 15. mál.

14. mál er um endurskoðun á kirkjutónlist og ráðningar í stöðu organista.

Tillagan gerir ráð fyrir því að biskup Íslands auglýsi störf organista og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar komi að ráðningunni og prestar komi að ráðningunni í sínum prestaköllum.

15. mál  fjallar um að embættisbústaður biskups Íslands verði lagður af.

Lagt er til að biskup Íslands nýti safnaðarheimili Dómkirkjunnar fyrir mótttökur.

Sr. Guðni Már Harðarson kynnti 19. og 20. mál.

19. mál fjallar um að stofnaður verði þriggja manna starfshópur með Þjónustumiðstöð kirkjunnar sem myndi vinna að því að sóknir fengju aðgang að sóknarmannatali.

20. mál fjallar um að beina því til forsætisnefndar að auka þátt ungs fólks á kirkjuþingi.

Sagði hann að „án unga fólksins verður kirkjan gömul.“

Árni Helgason kynnti 21. og 22. mál.

21. mál fjallar um breytingar á 7. máli frá 2021.

22. mál eru starfsreglur um fjármál.

Í því er gert ráð fyrir gagnsæi réttbærra aðila að gögnum og að allir kirkjuþingsfulltrúar geti kallað eftir öllum gögnum varðandi fjármál.

Sr. Arna Grétarsdóttir kynnti 18. og 23. mál.

18. mál er um að framkvæmdastjóri og framkvæmdanefnd opni bókhald kirkjunnar, sem hægt væri að skoða á heimasíðu kirkjunnar.

23. mál er um lækkun kostnaðar við kirkjuþing og lækkun á launakosnaði.

Lagt er til að kirkjuþing sjálft taki á sig launalækkun.

Síðan leiðarþingið var haldið fyrir viku hafa bæst við átta mál.

25. mál  um sölu Syðra- Laugalands.

26. mál um starfsreglur um leikmannastefnu.

27. mál er áskorun til kirkjuþings um að auka fjármagn til Kirkjumiðstöðvar Austurlands.

28. mál  um hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn.

29. mál er tillaga að breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins.

30. mál er áskorun til kirkjuþings að auka fjármagn til barnastarfs.

31. mál er um samræmt námskeið fyrir starfsfólki í æskulýðsstarfi.

32. mál er um heildstæða endurskoðun á kennsluefni og starfsemi Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar.

 

Nánar má sjá um öll málin og fylgiskjölin hér.

 

slg


  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði