Kirkjuþing lýsir yfir fullum stuðningi við biskup

27. október 2023

Kirkjuþing lýsir yfir fullum stuðningi við biskup

Kirkjuþingi 2022-2023 var slitið nú í kvöld 27. október 2023.

12. fundur kirkjuþings 2022-2023 var settur í Háteigskirkju í dag kl. 13:00.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir hóf þingið á því að biðja fólk um að syngja sálminn Þú Guð sem stýrir stjarnaher.

Síðan tók forseti kirkjuþings Drífa Hjartardóttir við.

Fyrir var tekið 14. og 15. mál, sem Anna Guðrún Sigurvinsdóttir dró til baka

Þá var  47. má l tekið fyrir sem sr. Jóhanna Gísladóttir bar fram fyrir hönd löggjafanefndar með nefndaráliti.

Var það samþykkt samhljóða og afgreitt frá kirkjuþingi.

Þá var tekið fyrir 52. mál og kynnti sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir nefndarálit og breytingartillögu frá allsherjarnefnd.

Mikil umræða var um þetta mál í vor og nefndin tók tillit til alls sem sagt var þar og komst að þessari niðurstöðu.

Var það samþykkt samhljóða.

Þá var tekið fyrir 53. mál um skipulagsmál þjóðkirkjunnar.

Lagt er til að kirkjuþing kjósi stjórn sem sér um að ýta fram samþykktum kirkjuþings.

Mjög miklar umræður voru um þetta mál, sem er skýrsla en ekki mál sem borið er upp til samþykktar.

Skýrslunni var vísað til löggjafanefndar og annarrar umræðu.

Þrjú mál voru lögð fram með afbrigðum 54. 55. og 56. mál.

Samþykkt var að afgreiða þau í einni umræðu.

54. mál var kynnt af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur og sagði hún að í ljósi 56. máls þá sé 54. mál dregið til baka.


55. mál  var flutt og kynnt af Óskari Magnússyni.

56. mál var kynnt af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur.

Miklar umræður voru um síðustu tvö málin og varð niðurstaðan sú að fá sr. Bryndísi Möllu og Óskar til að semja málamiðlunartillögu.

Sr. Bryndís Malla flutti síðan eftirfarandi breytingartillögu:



Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir eftirfarandi þingsályktunartillögu:

Sem hirðir hirðanna fer frú Agnes M. Sigurðardóttir með biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni þar til nýr biskup hefur verið vígður.

Í því felst að hún hafi fram að þeim tíma tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og þjónustu hennar í landinu ásamt því að gæta einingar kirkjunnar sbr. 10. gr. laga um þjóðkirkjuna nr. 77/2021.

Kirkjuþing lýsir yfir fullum stuðningi við biskup til allra þeirra mikilvægu verka.

Til að stjórnsýslustörf kirkjunnar séu hafin yfir allan vafa ályktar kirkjuþing að vígslubiskupar fari með allar stjórnsýslulegar ákvarðanir biskupsembættisins sem lögfylgjur kunna að hafa, þar til nýr biskup hefur tekið við embætti.

Var tillagan samþykkt með miklum yfirburðum.

Að því loknu sleit forseti 64. kirkjuþingi.

65. kirkjuþing þjóðkirkjunnar verður sett í Grensáskirkju kl. 10:00 í fyrramálið.

 

slg






  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Biskup

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024
...hefur störf með nýkjörnum biskupi Íslands
Háteigskirkja

Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024
...umsóknarfrestur rann út 14. maí