Laufey Brá Jónsdóttir ráðin

3. nóvember 2023

Laufey Brá Jónsdóttir ráðin

Laufey Brá Jónsdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Setbergsprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis þann 16. október 2023.

Þrjár umsóknir bárust og varð Laufey Brá Jónsdóttir mag. theol. fyrir valinu hjá valnefnd.

Vígslubiskup Skálholtsumdæmis sem staðgengill biskups Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Laufey Brá Jónsdóttir er fædd í Hafnarfirði nánar tiltekið á Sólvangi þann 22. júlí árið 1972.

Hún er menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands.

Þá hefur hún einnig meistaragráðu í mannauðsstjórnun og er menntuð markþjálfi auk guðfræðimenntunarinnar.

Síðustu sex ár hef hún unnið sem ráðgjafi í Kvennaathvarfinu.

Einnig hefur hún unnið sem leikkona á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi.

Hún hefur unnið sem leikstjóri og umsjónarkennari, hún hefur skrifað efni fyrir Biskupsstofu og unnið með atvinnuleitendum í hruninu svo eitthvað sé nefnt.

Maður hennar er Jón Ingi Hákonarsson og eiga þau saman tvo ketti þær Mónu Maríu Melsteð og dóttur hennar Míu Maríu Melsteð.

Aðspurð að því hvernig starfið fyrir vestan leggðist í hana segir Laufey Brá:

„Ég er full tilhlökkunar og þakklætis.

Ég veit að ég er að taka við frábærri sókn og það eru algjör forréttindi að fá að vera partur af samfélagi þar sem velvild, kraftur og hugsjón gagnvart kirkjunni er til fyrirmyndar.“


slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði