Andlátsfregn

6. nóvember 2023

Andlátsfregn

Sr. Sigfús Baldvin Ingvason

Sr. Sigfús Baldvin Ingvason er látinn sextugur að aldri.

Sigfús fæddist á Akureyri þann 10. apríl árið 1963.

Foreldrar hans eru Ingvi Svavar Þórðarson og Ásgerður Snorradóttir.

Sigfús varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1986 og cand. theol. frá Háskóla íslands 1. febrúar árið 1992.

Hann hafði umsjón með sunnudagaskóla í Digranessókn og sá um barna- og æslulýðsstarf KFUM og KFUK.

Hann var starfsmaður Kristilegra skólasamtaka og forstöðumaður sumarbúða KFUM og KFUK á Hólavatni.

Hann var fræðari á fermingarnámskeiðum í Skálholti og hafði umsjón með félagsstarfi fatlaðra í Reykjavík.

Hann var æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju.

Sr. Sigfús var vígður þann 15. ágúst árið 1993 til Keflavíkurkirkju.

Hann leysti af sem sóknarprestur í Útskálasókn í Kjalarnesprófastsdæmi árið 1995-1996.


Hann baðst lausnar frá embætti þann 1. ágúst árið 2015 af heilsufarsástæðum.

Eftirlifandi eiginkona sr. Sigfúsar er Laufey Gísladóttir.

Dætur þeirra eru Birta Rut Tiasha og Hanna Björk Atreye.

 

slg


  • Frétt

  • Prestar og djáknar

  • Andlát

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju