Biblíumaraþon

9. nóvember 2023

Biblíumaraþon

Æskulýðsstarf kirkjunnar er víða öflugt og margt er sér til gamans gert, þó aðaltilgangur æskulýðsfélaganna sé að hjálpa unglingum að feta sig á vegi kristinnar trúar.

Æskulýðsfélagið saKÚL í Árbæjarkirkju hefur fitjað upp á mörgum nýjungum í starfi sínu og sagði kirkjan.is frá því í fyrra þegar unglingarnir buðu kirkjugestum uppá skóburstun.

Á síðast liðnum árum hafa nokkur æskulýðsfélög farið í utanlandsferðir margar hverjar í samstarfi við kirkjur í Evrópu.

Nú stefna unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL í Árbæjarkirkju að því marki að lesa úr Biblíunni í hálfan sólarhring.

Ágóðinn rennur til ferðar æskulýðsfélagsins til Ungverjalands.

Unglingarnir taka við áheitum þar sem fólki gefst kostur á að styrkja þau til ferðarinnar.

Að sögn Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur djákna þá byrja krakkarnir að lesa annað kvöld, föstudagskvöldið 10. nóvember.

Þau ætla að skiptast á að lesa alla nóttina fram til laugardagsins 11. nóvember kl. 09.00.

Fólki gefst kostur á að heita á þau 50- 100 kr. á hverja lesna klukkustund.

Hægt verður að fylgjast með lestrinum á facebook síðu Árbæjarkirkju þar sem streymt verður frá lestrinum.

Tilgangur biblíumaraþonsins er sem áður segir að safna áheitum til skyrktar ferð æskulýðsfélagsins til Ungverjalands haustið 2024.

Á síðu Árbæjarkirkju má finna leið til að senda áheit.

 

slg

 


  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Söfnun

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður