Biblíumaraþon

9. nóvember 2023

Biblíumaraþon

Æskulýðsstarf kirkjunnar er víða öflugt og margt er sér til gamans gert, þó aðaltilgangur æskulýðsfélaganna sé að hjálpa unglingum að feta sig á vegi kristinnar trúar.

Æskulýðsfélagið saKÚL í Árbæjarkirkju hefur fitjað upp á mörgum nýjungum í starfi sínu og sagði kirkjan.is frá því í fyrra þegar unglingarnir buðu kirkjugestum uppá skóburstun.

Á síðast liðnum árum hafa nokkur æskulýðsfélög farið í utanlandsferðir margar hverjar í samstarfi við kirkjur í Evrópu.

Nú stefna unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL í Árbæjarkirkju að því marki að lesa úr Biblíunni í hálfan sólarhring.

Ágóðinn rennur til ferðar æskulýðsfélagsins til Ungverjalands.

Unglingarnir taka við áheitum þar sem fólki gefst kostur á að styrkja þau til ferðarinnar.

Að sögn Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur djákna þá byrja krakkarnir að lesa annað kvöld, föstudagskvöldið 10. nóvember.

Þau ætla að skiptast á að lesa alla nóttina fram til laugardagsins 11. nóvember kl. 09.00.

Fólki gefst kostur á að heita á þau 50- 100 kr. á hverja lesna klukkustund.

Hægt verður að fylgjast með lestrinum á facebook síðu Árbæjarkirkju þar sem streymt verður frá lestrinum.

Tilgangur biblíumaraþonsins er sem áður segir að safna áheitum til skyrktar ferð æskulýðsfélagsins til Ungverjalands haustið 2024.

Á síðu Árbæjarkirkju má finna leið til að senda áheit.

 

slg

 


  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Söfnun

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall