Samverustund í Hallgrímskirkju

11. nóvember 2023

Samverustund í Hallgrímskirkju

Í dag, sunnudaginn 12. nóvember kl 17:00 verður samverustund í Hallgrímskirkju fyrir alla þá Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og þau sem vilja sýna samhug og styrk.  Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina, Kristján Hrannar organisti sér um tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng.

Guðni Th. Jóhennsson, forseti Íslands segir nokkur orð, sem og Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.

Biskup Íslands verður í stundinni. Hún ávarpaði Grindvíkinga í gær með þessum orðum;

Þegar jörð skelfur og eldar krauma undir yfirborðinu leitar hugur minn til Grindvíkinga sem hafa þurft að flýja heimili sín. Óvissan er nagandi og kvíði fyrir huldri framtíð.

Ég bið Guð mun að varðveita og styrkja Grindvíkinga, sérfræðinga á Veðurstofunni, hjálparsveitarfólk, almannavarnarfólk, lögreglu og þau önnur sem vinna að því hörðum höndum að rannsaka, fræða og upplýsa um ástandið og gæta verðmæta í bæjarfélaginu.

Prestar, djáknar og annað starfsfólk þjóðkirkjunnar fylgist með framvindu mála og í dag hef ég fundað með mínu fólki um hvernig þjóðkirkjan geti veitt aðstoð á sem aðgengilegastan og skilvirkastan hátt.

Á morgun klukkan 17 verður opin samverustund í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk.


Framundan eru krefjandi tímar þar sem við öll þurfum að leggja okkar að mörkum.

Með bæn um blessun Guðs og trú, von og kærleika í verki.

 

  • Biskup

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall