Laust starf

14. nóvember 2023

Laust starf

Frá starfi Eldriborgararáðs á Löngumýri

Héraðsnefndir Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra auglýsa starf verkefnastjóra Eldriborgararáðs laust til umsóknar frá og með 1. janúar 2024.

Um er að ræða 50% starf sem felur í sér samskipti og þjónustu við starf eldri borgara í kirkjum prófastsdæmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð eru:

· Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við starf eldri borgara.

· Að vinna náið með stjórn Eldriborgararáðs og standa fyrir sameiginlegum viðburðum Eldriborgararáðs.

· Að sinna afleysingaþjónustu fyrir starfsfólk í öldrunarstarfi safnaðanna.

· Að taka þátt í kirkjustarfi eldri borgara eftir því sem óskað er eftir og aðstoða varðandi dagskrá og efni sem nota má í starfið.

· Að sjá um almennt kynningarstarf og veita upplýsingar um starf kirkjunnar fyrir eldri borgara.

Menntun og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

· Menntun sem nýtist í starfi.

· Reynsla af starfi eldri borgara í kirkjunni.

· Reynsla af þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.

· Mjög góð samskiptahæfni og gott orðspor í samskiptum.

· Reynsla og hæfni til að miðla upplýsingum.

· Metnaður og færni í teymisvinnu.

· Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Verkefnastjórinn lýtur verkstjórn prófastsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Nánari upplýsingar veita sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í síma 892 2901, netfang bryndis.el@kirkjan.is og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í síma 8609997 netfang helgasoffia@simnet.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2023.

Umsóknum skal skila á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Breiðholtskirkju eða á netfangið bryndis.el@kirkjan.is.

 

slg


  • Eldri borgarar

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prófastur

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði