Norrænt kirkjukóramót haldið á Íslandi

14. nóvember 2023

Norrænt kirkjukóramót haldið á Íslandi

Í frétt frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar segir að nýlega hafi hist í Reykjavík norræn undirbúningsnefnd fyrir spennandi mót sem haldið verður hér á landi vorið 2025.

Um er að ræða norrænt kirkjukóramót þar sem ungir sem aldnir kórsöngvarar úr kirkjum allsstaðar að af Norðurlöndunum koma saman og syngja.

Fulltrúar í norrænu nefndinni eru frá Færeyjum, Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Á mótinu verða í boði fjölbreyttar vinnusmiðjur sem þátttakendur geta valið um.

Sungin verða lög á öllum norðurlandamálunum og æft verður verk sem allir 350-400 þátttakendur mótsins syngja saman.

Í lokin halda vinnusmiðjurnar tónleika og mótinu lýkur svo með messu í Hallgrímskirkju.

Mótið mun að mestu fara fram í Tækniskólanum í Reykjavík og í Hallgrímskirkju.

Íslenskur starfshópur vinnur að skipulagningu mótsins.

Skráning á mótið hefst 1. september 2024 en nú þegar er hægt að tryggja sér forgang að skráningu með því að senda tölvupóst á songmalastjori@kirkjan.is

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingaspjald um mótið.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði