Nemendur Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju

15. nóvember 2023

Nemendur Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju

Laugardaginn 18. nóvember kl. 14:00 munu nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímabilum í Hallgrímskirkju kl. 14:00.

Á dagskránni eru orgelverk, kammertónlist með trompet, aríur og kórverk.

Að sögn Sólbjargar Björnsdóttur tónleika- og kynningarstjóra Hallgrímskirkju þá eru tónleikarnir samstarfsverkefni tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Hallgrímskirkju.

„Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að kynna nemendur skólans fyrir Klais orgelinu og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings auk þess að gefa samfélaginu tækifæri til að heyra hvað nemendur tónlistardeildar sem er tónlistarfólk framtíðarinnar hafa fram að færa.

Tónleikarnir bjóða upp á mjög fjölbreytta tónlist eru alltaf mjög glæsilegir og metnaðarfullir“

segir Sólbjörg.

Nánar má sjá um tónleikana hér.

 

slg






  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður